Hátíðarguðsþjónustur um jól og áramót 2017

DalabyggðFréttir

Hátíðarguðþjónustur verða í átta af ellefu kirkjum Dalabyggðar, auk helgistunda á Fellsenda og Silfurtúni. 24. desember – aðfangadagur jóla Helgistund á Fellsenda í Miðdölum kl. 14. Sóknarprestur er sr. Anna Eiríksdóttir og organisti er Halldór Þorgils Þórðarson. Hátíðarguðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju í Laxárdal kl. 18. Sóknarprestur er sr. Anna Eiríksdóttir og organisti er Halldór Þorgils Þórðarson. 25. desember – jóladagur Hátíðarguðsþjónusta …

Laugar og Sælingsdalstunga til sölu

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur auglýst til sölu allar eignir sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal þar á meðal 50% hlut í jörðinni. Einnig jörðina Sælingsdalstungu að undanskildu vatnsverndarsvæði, vatnsréttindum og vatnsveitu. Nánari upplýsingar eru á fasteignavef mbl.is. Samkvæmt bókun sveitarstjórnar 14. desember sl. verður tekið við tilboðum til og með 29. desember nk.

Auðarskóli – leikskólakennarar

DalabyggðFréttir

Auðarskóli auglýsir eftir að ráða í tvær stöður leikskólakennara frá og með 1. janúar 2018. Um er að ræða tvær 100% stöður. Umsóknarfrestur er til 27. desember 2017. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarnanna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara. Hæfniskröfur eru · leikskólakennaramenntun eða sambærilega menntun sem nýtist í …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands

DalabyggðFréttir

Auglýst er eftir umsóknum í uppbyggingasjóð Vesturlands. Veittir verða atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir, menningarstyrkir ásamt stofn- og rekstrarstyrkjum til menningarverkefna. Umsóknarferlið er á Ísland.is og notast er við Íslykil til innskráningar. Nánari upplýsingar má fá í síma 433 2310 eða senda fyrirspurn til uppbyggingasjodur@ssv.is. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti 17. janúar 2018. Uppbyggingarsjóður Vesturlands

Ert þú með nýja hugmynd eða fyrirtæki í ferðaþjónustu?

DalabyggðFréttir

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ár hvert eru allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki valin til þátttöku og fá þau tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra …

Hjeraðssamband Dalamanna

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 9. desember kl. 15 verður sögustund á Byggðasafni Dalamanna í samvinnu við UDN og verður þjófstartað á 100 ára afmæli UDN. En einmitt þennan dag, 9. desember, árið 1917 hafði verið boðað til stofnfundar Hjeraðssambands Dalamanna í Hjarðarholti. Rakinn verður aðdragandinn að stofnun Hjeraðssambands Dalamanna og annað það sem hafði áhrif á ungmennafélagsandann á upphafsdögum ungmennafélagshreyfingarinnar. Aðgangseyrir verður sem …

Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 22. nóvember 2017 að auglýsa skipulags- og matslýsingu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Hér er sett fram sameiginleg skipulags- og matslýsing fyrir 7 breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004- 2016 samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar sjö eru eftirfarandi: 1. Efnistökusvæði í landi Hvítadals í Hvolsdal. 2. Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði. 3. …

Forsetaheimsókn 6. – 7. desember 2017

DalabyggðFréttir

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú koma í opinbera heimsókn í Dalabyggð dagana 6. og 7. desember. Miðvikudagurinn 6. desember 15:00 Hjúkrunarheimilið Fellsendi. 15:40 Rjómabúið Erpsstöðum. 16:10 Ostagerð MS í Búðardal. 16:40 Leifsbúð. Opinn fundur um framtíð í ferðaþjónustu. Kynnt verða áform um uppbyggingu í Ólafsdal, Vínlandssetur og söguhringinn um Fellsströnd og Skarðsströnd. Kaffiveitingar. 18:10 Byggðasafn Dalamanna …

Jólatré við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Kveikt verður á jólatré við Auðarskóla mánudaginn 4. desember kl. 17:30. Að venju verður dansað í kringum tréð og sungin jólalög, kannski með aðstoð jólasveina. Á eftir verður boðið upp á kaffi, súkkulaði og piparkökur í Dalabúð.

Stjarnan 100 ára

DalabyggðFréttir

Þann 1. desember 1917 var ungmennafélagið Stjarnan stofnað í fundarhúsi Saurbæjarhrepps að Skollhóli.Af tilefni 100 ára afmælis Stjörnunnar verður boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu Tjarnarlundi laugardaginn 2. desember kl. 20. Meðal annars verða skemmtileg atvik úr starfi Stjörnunnar rifjuð upp, Fagradalsfrændur munu stíga á svið o.fl. Félagar og aðrir velunnarar Stjörnunnar eru hvattir til að mæta og eiga saman góða …