Héraðsbókasafn – sumarleyfi

DalabyggðFréttir

Vegna sumarleyfa verður Héraðsbókasafn Dalasýslu lokað 20. júní til 1. júlí. Þá verður bókasafnið lokað af sömu ástæðum 25. júlí til 15. ágúst.

Kjörskrá

DalabyggðFréttir

Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna forsetakosninga 25. júní 2016 liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar 15. júní – 25. júní (kjördags) alla virka daga kl. 10 – 14. Kosningavefur innanríkisráðuneytisins

Dagskrá 17. júní

DalabyggðFréttir

Hátíðahöld verða í Búðardal 17. júní. Safnast verður saman við Silfurtún kl. 14. Börn fá fána og blöðrur. Frá Silfurtúni verður síðan skrúðganga að Dalabúð og þar verður flutt hátíðarávarp og fjallkonan stígur á stokk.

Leikjanámskeið fyrir börn

DalabyggðFréttir

Þriggja vikna leikjanámskeið verður haldið fyrir börn fædd árin 2006-2009 dagana 20. júní – 7. júlí, kl. 13-16. Námskeiðsgjald verður 10.000 kr. Leiðbeinandi verður Gunnur Rós Grettisdóttir. Skráningar skulu berast til Svönu í síma 779 1324 eða netfangið udn@udn.is.

Flugdrekasmiðja

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 24. júní kl. 10– 16 verður flugdrekasmiðja fyrir grunnskólabörn á yngsta stigi Auðarskóla. Arite Fricke iðnhönnuður leiðbeinir börnunum. Börnin hanna og smíða sína eigin flugdreka og spreyta sig á að láta þá fljúga í Víkinni við Ægisbraut í lok dags. Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrkir verkefnið og er þátttaka ókeypis. Skráning er hjá Völu í síma 845 2477 og á info@dalir.is …

Hreinsun rotþróa

DalabyggðFréttir

Árleg hreinsun rotþróa fer fram á næstu vikum og í ár verður hreinsað á Skógarströnd, í Hvammssveit og á Fellsströnd. Sumarið 2017 í Suðurdölum og Haukadal og í Laxárdal og sumarið 2018 á Skarðsströnd og í Saurbæ. Til þess að hreinsun geti gengið auðveldlega fyrir sig þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi að lóðum sínum og sjá til þess að …

Þjóðlendukröfur

DalabyggðFréttir

Kröfulýsingarfrestur vegna þjóðlendukrafna í Dalasýslu rennur út 18. júní 2016. Þjóðlendukröfur í Dalasýslu

Timbur- og járngámar í dreifbýli

DalabyggðFréttir

Timbur- og járngámar verða staðsettir í dreifbýli með sama sniði og undanfarin ár. Saurbær, Skarðsströnd og Fellsströnd (Ytra-Fell) 16. – 23. júní. Fellsströnd (Valþúfa), Hvammssveit og Laxárdalur 23. – 30. júní. Haukadalur og Miðdalir 30. júní – 7. júlí Hörðudalur og Skógarströnd 7. – 14. júlí

Hestaþing Glaðs 18.-19. júní

DalabyggðFréttir

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 18. – 19. júní næstkomandi. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum. Forkeppnir hefjast kl. 10 á laugardaginn og kl. 20 verða ræktunarbússýningar, kappreiðar og úrslit í tölti. Á sunnudaginn hefjast úrslit kl. 13. Nánari upplýsingar á heimasíðu Glaðs. Hestamannafélagið Glaður

Svæðisskipulag – Verkefnislýsing til kynningar og umsagnar

DalabyggðFréttir

Á þriðja fundi sínum, þann 1. júní sl., samþykkti svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar lýsingu skipulagsverkefnis fyrir sveitarfélögin. Lýsingin er unnin samkvæmt ákvæði 23. gr. skipulagslaga. Í verkefnislýsingunni er gerð grein fyrir tildrögum og tilgangi svæðisskipulags og hvernig staðið verður að vinnslu þess. Lýst er landfræðilegu samhengi skipulagssvæðisins og samhengi verkefnisins við aðra stefnumótun og áætlanagerð á svæðis- og landsvísu. …