Háls- nef og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku mánudaginn 30. apríl nk.  Tímapantanir eru í síma  432 1450.

Vakin er athygli á að börn yngri en 18 ára, með tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni greiða ekki gjald fyrir komu til sérgreinalæknis. Börn sem sækja þjónustu án tilvísunar greiða hins vegar 30% af kostnaði við þjónustuna þar til greiðslumarki (hámarksgreiðsla innan mánaðar) er náð.

Þó munu börn með umönnunarmat og börn yngri en tveggja ára ekki þurfa tilvísun, þau fá þjónustuna endurgjaldslaust.

Heimilis- eða heilsugæslulæknir sem gefur út tilvísun ákveður gildistíma hennar en hann skal þó almennt ekki vera lengri en eitt ár.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei