Þakkarbréf Lions

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 10. mars hélt Lionsklúbbur Búðardals kótilettukvöld þar sem einnig var happdrætti og var ákveðið fyrirfram að ágóðinn skyldi skiptast á milli Auðarskóla, Björgunarsveitarinnar Ósk og Slysavarnadeildar Dalasýslu. Söfnuðust tæpar 750.000 kr. og styrktum við þessa þrjá aðlila því um 250.000 kr. hvert.

Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg bæði með vinnuframlagi, gjöfum og happdrættisvinningum. Þetta eru MS, KM þjónustan, Kjörbúðin, Kastalinn, Dalahyttur, Dalabyggð, Sigurður á Hólum, Níels á Seljalandi, Helga Möller, Stefán Jónsson veislustjóri, Hljómsveitin B4, félagar úr Slysavarnadeild Dalasýslu, Björgunarsveitinni Ósk og Lionsklúbbi Búðardals.

Þökkum öllum sem komu og skemmtu sér með okkur fyrir stuðninginn og væntum þess að sjá fleiri á næsta ári.

F.h. Lionsklúbbs Búðardals
Sigfríð Andradóttir formaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei