Auglýst er eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Styrkir úr Uppbyggingasjóði koma í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga. Uppbyggingarsjóður Vesturlands er samkeppnissjóður. Veittir verða styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands í eftirfarandi verkefni; 1) Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. 2) Verkefnastyrkir á sviði menningar. 3) Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála. Einungis verður ein úthlutun á árinu 2015 fyrir verkefnastyrki á sviði menningar …
Karlakórinn Lóuþrælar
Karlakórinn Lóuþrælar syngja miðvikudaginn 8. apríl kl. 21 í Dalabúð. Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Söngstjóri er Guðmundur St. Sigurðsson, undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir og einsöngvari Guðmundur Þorbergsson. Aðgangseyrir er 3.000 kr (enginn posi á staðnum) og frítt fyrir 14 ára og yngri.
Sjálfboðavinnuverkefni
Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 30. apríl 2015. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í næsta nágrenni sínu. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefni og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis …
Vetrarleikar Glaðs
Vetrarleikar hestamannafélagsins Glaðs fara fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 11. apríl og hefst mótið stundvíslega klukkan 12. Dagskrá 1. Forkeppni Fjórgangur: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur. Fimmgangur: opinn flokkur Tölt: pollaflokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur. 2. Úrslit Fjórgangur: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur. Fimmgangur: opinn flokkur Tölt: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur. 3. 100 …
Svíðingar á Fjósum
Gömlu útihúsin á Fjósum hafa nú staðið lítið nýtt í nokkurn tíma og hefur verið leitað leiða að finna atvinnuskapandi starfsemi í húsin. Nú hafa náðst hafa samningar um svíðingar á ærhausum og löppum í húsunum. Góðir markaðir hafa fundist á Míkrónesíu, þar sem lognuð svið þykja herramannsmatur. Húsin verða standsett nú um páskana og vænta má að starfsemi hefjist …
Hundahald í Búðardal
Eigendum hunda í Búðardal er skylt að skrá hunda sína á skrifstofu Dalabyggðar og greiða 7.000 kr. gjald. Í því gjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging og hundahreinsun. Eftir það er innheimt árlega 5.000 kr gjald fyrir hvern skráðan hund. Í árlegu gjaldi er innifalin ábyrgðartrygging og hundahreinsun. Í innskráningargjaldi er innifalið árgjald fyrir það ár sem hundurinn er …
Héraðsbókasafn Dalasýslu
Árgjald héraðsbókasafns fyrir árið 2015 verður óbreytt frá fyrra ári, það er 1.000 kr. Eindagi árgjaldsins er 1. apríl. Hægt er að greiða árgjaldið inn á reikning 0312-26-001818, kt. 510694-2019 (æskilegt er að merkja greiðsluna bókasafninu). Ef greitt er fyrir annan er mikilvægt að merkja greiðsluna viðkomandi. Eftir eindaga verða greiðsluseðlar sendir út að viðbættum kostnaði. Opnunartímar eru á þriðjudögum …
Flokksstjóri vinnuskóla
Starf flokksstjóra við Vinnuskóla Dalabyggðar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri, hafi reynslu af því að að vinna með börnum og hafi bíl til umráða. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef og skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 31. mars.
Þæfingarnámskeið á Sauðfjársetrinu
Þæfingarnámskeið verður haldið á Sauðfjársetrinu á Ströndum, laugardaginn 28. mars. Leiðbeinandi verður Margrét Steingrímsdóttir. Námskeiðið er 4 klst. (frá kl. 11-15) bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Kostnaður er 14.000 kr og er allt efni innifalið. Skráning er hjá Ester í síma 693 3474.
Íbúafundur um ljósleiðaramál
Íbúafundur um ljósleiðaramál var haldinn í Dalabúð 17. mars. Fulltrúar Dalabyggðar áttu fund með Alþingismönnum Vesturlands um málið þ.á.m. Haraldi Benediktssyni formanni starfshóps um fjarskiptamál og að á fundi sveitarstjórnar 17. febrúar s.l. hefði verið samþykkt að boða til íbúafundar um málefnið. Á fundinum voru með framsögu Jóhannes Haukur Hauksson oddviti Dalabyggðar, Haraldur Benediktsson alþingismaður, Guðmundur Halldórsson á Vogi, Bryndís …