Héraðsbókasafn Dalasýslu verður opið út maí á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-18. Í sumar verður opið þriðjudagana 10. júní, 24. júní, 8. júlí og 22. júlí. Frá og með 12. ágúst síðan opið aftur opið alla þriðjudaga og fimmtudaga.
Leikskólakennaranám
Sveitarfélagið Dalabyggð hyggst styðja við bakið á nemendum sem fara í háskólanám í leikskólakennarafræðum. Um er að ræða margþættan stuðning: – laun í staðbundnum lotum og æfingakennslu í leikskólum – eingreiðslur (námsstyrkir) tvisvar á skólaárinu – aðgangur að tölvukerfum Auðarskóla og Office 365 – aðgangur að vinnu- námsaðstöðu í skóla; þrentun, ljósritun, interneti og fl. Stefnt er að því að …
Dreifnám í Búðardal
Opið hús verður að Vesturbraut 12 þar sem dreifnám Menntaskóla Borgarfjarðar í Búðardal hefur verið til húsa í vetur fimmtudaginn 22. maí kl. 10–15. Þeir sem hafa áhuga að sjá hvernig kennslustund fer fram geta komið á milli kl. 10.00 – 11.20 eða kl. 14.10- 15.00. Hægt er að skoða aðstöðuna og spjalla við Jenny, umsjónarmann námsins og forvitnast um …
Kjörskrá
Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal, frá og með 21. maí 2014 til kjördags, mánudaga – föstudaga kl. 10:00 – 14:00.
Sumarstörf fyrir námsmenn
Dalabyggð auglýsir tvö störf laus til umsóknar í tengslum við atvinnuátak sveitarfélaga og Vinnumálastofnunar sumarið 2014. Verkefnin geta verið af ýmsum toga eftir áhugasviði umsækjenda svo sem umhverfisverkefni, aðstoð hjá byggingarfulltrúa eða verkefni tengd menningar- og ferðamálum. Um störfin gildir eftirfarandi:– Ráðningartími er að hámarki tveir mánuðir á tímabilinu 1. júní – 31. júlí. – Skilyrði er að umsækjandi sé …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 113
113. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 20. maí 2014 og hefst kl. 18:00 Dagskrá: Almenn mál 1.1310026 – Sturla Þórðarson 1214-2014 2.1405002 – Kvenfélagið Fjóla – Samstarfssamningur 3.1405017 – Sveitarstjórnarkosningar 2014 – Kjörskrá Almenn mál – umsagnir og vísanir 4.1405015 – Bréf Sýslumannsins í Búðardal vegna útgáfu rekstrarleyfis 5.1404025 – Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára …
Óhlutbundnar kosningar
Engir listar bárust kjörstjórn Dalabyggðar vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí næstkomandi og verða því óhlutbundnar kosningar (persónukjör).
Sveitarstjórn Dalabyggðar 112. fundur
112. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 13. maí 2014 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2013 – síðari umræðu Almenn mál – umsagnir og vísanir 2. Rekstrarleyfi fyrir Hvítadal 2 08.5.2014 Sveinn Pálsson, sveitarstjóri
Söfnunarlok sjúkraflutningaaðila
Sjúkraflutningamenn í Dalabyggð vilja koma á framfæri þakklæti fyrir afar góðar undirtektir við söfnun fyrir sjálfvirku hjartahnoðtæki (Lúkas) í sjúkrabifreiðina. Söfnuninni er nú lokið og af því tilefni er íbúum Dalabyggðar boðið í Leifsbúð laugardaginn 10. maí kl. 16-18. Hjartahnoðtæki af þessari gerð hefur hlotið nafnið Lúkas, er þar vísað til að notkun þess jafngildir viðbótarmanni við endurlífgun. Tækið sér …
Skráning lögheimilis
Mikilvægt er fyrir kjósendur að skráning lögheimilis sé rétt á viðmiðunardegi kjörskrár, laugardaginn 10. maí, þar sem af því ræðst í hvaða kjördeild eða sveitarfélagi viðkomandi á að greiða atkvæði. Óheimilt er að breyta skráningu í kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir viðmiðunardag. Síðustu forvöð að tilkynna um nýtt lögheimili til Þjóðskrár eru föstudaginn …