Grísalappalísa og Dj Flugvél og Geimskip blása til veislu á Laugum í Sælingsdal sunnudaginn 20. júlí, kl. 21. Grísalappalísa er með glænýja plötu í farteskinu sem ber nafnið Rökrétt framhald og hefur nú þegar fengið glimrandi góðar viðtökur frá helstu tónlistarspekúlöntum landsins og sveitin hlaut verðlaun sem besta tónleikasveit ársins 2013. Með sveitinni í för er Steinunn Eldflaug Harðardóttir, betur …
Tómas R. og Ómar á Laugum í Sælingsdal
Tómas R. Einarsson og Ómar Guðjónsson munu troða upp á Hótel Eddu, Laugum í Sælingsdal, fimmtudaginn 17. júlí. Sveifludjass mun verða þar í aðalhlutverki. Réttur dagsins að þessu sinni verður kræklingasúpa og ostaborð sem enginn má láta framhjá sér fara. Salurinn opnar kl. 19 og er aðgangur ókeypis. Borðapantanir eru í síma 444 4930. Hótel Edda Laugum – tónleikar
Svavar Knútur í Erpsstaðafjósinu
Fjóstónleikar Svavars Knúts verða á Erpsstöðum, fimmtudaginn 17. júlí kl. 20:30. Aðgangaseyrir er 1.500 kr og kaffisala. Gestir hafi með sér stól til að sitja á og klæðnaður fer eftir veðri og vindum. Nánari upplýsingar er að fá hjá Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjóstónleikar Svavars Knúts
Dalir og hólar 2014
Dalir og hólar 2014 – LITUR er myndlistasýning í Dölum og Reykhólasveit frá 5. júlí til 10. ágúst. Á sýningunni eru verk eftir myndlistamennina Bjarka Bragason, Eygló Harðardóttur, Gerd Tinglum, Loga Bjarnason og Tuma Magnússon. Sýningarstjórar eru Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. Sýningin kallast á við fyrri Dala og hóla-sýningar að því leyti að hún hefur að markmiði að taka …
Samþykkt deiliskipulags fyrir nýjan urðunarstað í landi Höskuldsstaða
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 1. júlí 2014 deiliskipulag fyrir nýjan urðunarstað í landi Höskuldsstaða. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með þeirri breytingu að lóð til sorpurðunar er minnkuð í 2,5 ha og byggingarreitur minnkaður til samræmis. Vegtenging var færð vegna …
Vestfjarðavíkingurinn 2014
Vestfjarðavíkingurinn, keppni sterkustu manna landsins, fer fram dagana 10. til 12. júlí. Keppt verður í tveimur síðustu greinunum á bæjarhátíð í Búðardal laugardaginn 12. júlí. Fimmtudaginn 10. júlí verð keppt í kútakasti og bryggjupollaburði á Hellissandi kl. 11, bóndagöngu í Bjarkarlundi kl. 17 og steinum upp fyrir höfuð á Reykhólum kl. 19. Föstudaginn 11. júlí verður keppt í réttstöðulyftu á …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 115. fundur
115. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 1. júlí 2014 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ráðning sveitarstjóra 2. Félag eldri borgara – áskorun um stofnun öldungaráðs 3. Skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga 4. Fjölbrautaskóli Vesturlands – Lóð heimavistar 5. Ferðamálastofa – Kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu 6. Þóknun sveitarstjórnarmanna Almenn mál – umsagnir og vísanir …
Leikjanámskeið
Leikjanámsskeið verður haldið 7. – 11. júlí fyrir börn fædd 2004 til 2009, þ.e. 5 til 10 ára. Námsskeiðinu stjórnar Jóhanna Lind og henni til aðstoðar verður Íris Dröfn. Hægt er að skrá barn/börn til og með 4. júlí. Það þarf að borga fyrirfram. Námsskeiðið kostar 7.000 kr Námskeiðið er frá mánudeginum 7. júlí til föstudagsins 11. júlí, kl. 13-16 …
Furðuleikar á Ströndum
Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika sunnudaginn 29. júní og hefjast þeir kl. 13. Leikarnir fara fram á Sævangsvelli við Steingrímsfjörð og eru lokapunkturinn á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík. Þetta er í ellefta skipti sem Furðuleikarnir fara fram. Á Furðuleikum er keppt í ýmsum skringilegum íþróttagreinum sem eiga það sameiginlegt að vera afbragðs skemmtun og hafa ekki hafa hlotið …
Rúlluplast
Næsta söfnun á rúlluplasti verður miðvikudaginn 25. júní og fimmtudaginn 26. júní. Bönd og net þarf að setja sér í poka og mega þá fylgja með.