Jörfagleði – jóganámskeið

DalabyggðFréttir

Þórdís Edda Guðjónsdóttir (Edda) jógakennari ætlar að kenna 2 jógatíma í Auðarskóla í Búðardal, laugardaginn 27. apríl, kl. 11 og 14. Tímarnir eru hugsaðir fyrir byrjendur, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Tíminn er 60 mínútur og er góð slökun í lokin. Hægt er að fá lánaðar dýnur og gott er að hafa með sér teppi, púða og vatnsflösku. Tíminn …

Sumarstörf á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir sumarstarfsfólki á Silfurtún sumarið 2013. Um er að ræða afleysingarstörf í sumar og fram á haust. Laun eru samkvæmt kjarasamningi SDS og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Eyþór J Gíslason rekstrarstjóri í síma 898 1251. Umsóknir sendist á netfangið; silfurtun@dalir.is

Framhaldsskóladeild í Búðardal

DalabyggðFréttir

Námsráðgjafi Menntaskóla Borgarfjarðar, Elín Kristjánsdóttir, verður til viðtals í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal þriðjudaginn 23. apríl kl. 10 – 14. Námsráðgjafi aðstoðar við námsval, mat á námi úr öðrum skólum, veitir upplýsingar um námsframboð og innritun. Hægt er að panta tíma hjá Elínu í síma 433 7700 eða með því að senda tölvupóst á veronika@menntaborg.is.

Búðardalur – Augnablikin heima

DalabyggðFréttir

Búðardalur – Augnablikin heima er ljósmyndasýning Dagbjartar Drífu Thorlacius. Sýningin verður opnuð laugardaginn 20. apríl kl. 16 í Leifsbúð. Sýningin verður opin á Jörfagleði fimmtudag til sunnudags kl. 11-15 og mun síðan standa yfir í allt sumar. Búðardalur – Augnablikin heima er hluti af lokaverkefni Dagbjartar Drífu Thorlacius í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Miðlunarverkefnið er sýning sem byggir á …

Vinnuskóli Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 10. júní til 31. júlí og er fyrir unglinga fædda árin 1997 – 2000. Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 fimm daga vikunnar fyrir elstu börnin en fjóra fyrir hin yngri. Umsóknareyðublöð má finna á vef Dalabyggðar og á skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 17. maí 2013.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 100 fundur

DalabyggðFréttir

100. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 16. apríl 2013 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1.Alþingiskosningar 27.04.2013 – Kjörskrárstofn2.UDN – Húsnæðismál3.Laugar í Sælingsdal Fundargerðir til staðfestingar 4. Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar – 42 4.1. Tjaldanes5.Fræðslunefnd Dalabyggðar – 53 5.1. Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar6.Byggðarráð Dalabyggðar – 1216.1. Garðyrkjufélag Íslands – Samstarfssamningur um gróðurrækt og önnurumhverfismál 6.2. …

Jörfagleði – Þorrakórinn

DalabyggðFréttir

Þorrakórinn undir stjórn Halldórs Þórðarsonar heldur söngskemmtun í félagsheimilinu að Staðarfelli miðvikudaginn 24. apríl kl. 20:30. Gestir kórsins verða Snorri Hjálmarsson Syðstu-Fossum, Viðar Guðmundsson Miðhúsum og systurnar Barbara Ósk og Íris Björg Guðbjartsdætur frá Kvennahóli. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri.

Jörfagleði – Davíðsmótið

DalabyggðFréttir

Davíðsmótið í bridge er að vanda haldið á Jörfagleði. Að þessu sinni í Tjarnarlundi í Saurbæ laugardaginn 27. apríl og hefst kl. 13. Davíðsmótið er tvímenningskeppni í bridge, kennt við Davíð Stefánsson bónda á Saurhóli í Saurbæ. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig á mótið, en ekki er verra að láta Davíð vita um þátttöku. Síminn hjá Davíð er 434 …

Flokksstjóri vinnuskóla

DalabyggðFréttir

Starf flokksstjóra við Vinnuskóla Dalabyggðar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri, hafi reynslu af því að að vinna með börnum og hafi bíl til umráða. Umsóknareyðublöð eru á www.dalir.is og á skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 17. maí 2013

Jörfagleði – Makalaus sambúð

DalabyggðFréttir

Leikfélag Hólmavíkur sýnir leikritið Makalaus sambúð föstudaginn 26. apríl kl. 20 í Dalabúð. Miðaverð er 2.500 kr. fyrir fullorðna, en 1.300 kr. fyrir börn ágrunnskólaaldri. Frítt er fyrir 5 ára og yngri. Miðapantanir eru í síma 865 3838. Makalaus sambúð Makalaus sambúð er gamanleikur um samskipti fólks og sambúð. Átta leikendur eru í verkinu, auk annarra er koma að sýningunni. …