Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Þriðja og síðasta spilakvöld kvenfélagsins Fjólu verður haldið laugardagskvöldið 9. mars kl. 20:30 í Árbliki. Aðgangseyrir er 800 kr. Kaffi og meðlæti innifalið. Frítt er fyrir 14 ára og yngri.

Gönguhópur í Saurbænum

DalabyggðFréttir

Gönguhópur í Saurbænum hefur virkur frá febrúarbyrjun. Gengið er tvisvar í viku, þriðjudaga og laugardaga óstundvíslega um kl. 14 frá Tjarnarlundi. Öllum er velkomið að mæta, karlar, konur og börn. Þó verður að segjast að konurnar hafa verið heldur duglegri að mæta í gönguna. Auk hollrar hreyfingar er gangan líka nauðsynleg til að skiptast á fréttum og sögum úr sveitinni. …

Tófuspjall

DalabyggðFréttir

Snorrastofa í Borgarfirði og Þaulsetur á Skarðsströnd bjóða upp á tófuspjall Snorra á Augastöðum í Tjarnarlundi fimmtudagskvöldið 7. mars að loknum mjöltum kl. 20:30. Fyrirlesari er Snorri Jóhannesson bóndi og refaskytta á Augastöðum í Borgarfirði. Í fyrirlestrinum fjallar Snorri um refinn frá ýmsum sjónarhornum auk mynda. Fyrirlesturinn er hluti fyrirlestraraðar Snorrastofu í Borgarfirði og sló aðsóknarmet þar þegar húsnæði bókhlöðunnar …

Félagsvist í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Nemendur unglingadeildar Auðarskóla standa fyrir félagsvist í Tjarnarlundi fimmtudagskvöldið 28. febrúar kl. 20. Aðgangseyrir er 500 kr og sjoppa á staðnum. Enginn posi.

Háls-, nef- og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson háls-, nef-og eyrnalæknir verður á heilsugæslustöðinni í Búðadal mánudaginn 4. mars. Tímapantanir eru í síma 432 1450

Garðyrkja í Dölum

DalabyggðFréttir

Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur flytur fyrirlestur í Leifsbúð fimmtudaginn 28. febrúar kl. 19:30. Fyrirlesturinn nefnir hann „Nýir tímar – nýjar áherslur í vali á gróðri“. Þar verður fjallað um gróður í görðum og á opnum svæðum í sveitarfélaginu og hvaða tegundir er áhugavert að rækta í Dalabyggð. Kristinn H. Þorsteinsson er fræðslu- og verkefnastjóri Garðyrkjufélags Íslands. Fyrirlesturinn er í boði …

Konudagskaffi í leikskólanum

DalabyggðFréttir

Á sunnudaginn hefst Góa á konudeginum. Af því tilefni verður konudagskaffi í leikskólanum mánudaginn 25. febrúar. Allar mömmur og ömmur barnanna í leikskólanum eru velkomnar í kaffi þangað og hefst sú stund kl. 9:30 og stendur til kl. 10:15. Boðið verður upp á dýrindis skúffuköku og kaffi.

Hafratindur fjall Dalanna

DalabyggðFréttir

Eftir að hafa hlotið tæplega 60% tilnefninga, tilnefningu menningar- og ferðamálanefndar Dalabyggðar og staðfestingu sveitarstjórnar Dalabyggðar þá telst Hafratindur nú opinberlega vera fjall Dalanna. Hafratindur er 923 m.y.s. og er eitt af hæstu fjöllum í Dölum. Tröllakirkja á mörkum Haukadals, Strandasýslu og Mýrasýslu er hæst 1.001 m.y.s. Ekki fundust viðurkenndar mælingar á hæð Gamalhnúka í Miðdölum, en þeir eru að …

Heimskautafarar

DalabyggðFréttir

Heimskautafararnir Ómar Friðjófsson og Karl Rútsson halda kynningu þriðjudaginn 19. febrúar í Auðarskóla kl. 20 um ferð þeirra um heimskautaslóðir Kanada. Þetta er um 2 tíma dagskrá með myndaívafi úr ferðinni. Einnig gáfu þeir út bókina „Þar sem himinn frýs við jörð“ og verða með hana til sölu. Félagar hins mikla heimskautafélags verða á ferð um Vestfirði og Dali þessa …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 98. fundur

DalabyggðFréttir

98. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 19. febrúar 2013 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2. Framhaldsskóladeild Almenn mál – umsagnir og vísanir 3. Frumvarp til laga um búfjárhald og velferð dýra 4. Tillaga til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi Fundargerðir til staðfestingar 5. Fræðslunefnd Dalabyggðar – 51. fundur 6. …