Vinnuvélanámskeið í Búðardal

DalabyggðFréttir

Fyrirhugað er að halda réttindanámskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla í Búðardal með fyrirvara um næga þáttöku. Kennt verður í tveimur fjögurra daga lotum frá kl. 10 til 18. Fyrri lotan er frá föstudeginum 18. janúar til mánudagsins 21. janúar. Seinni lotan er síðan frá föstudeginum 25. janúar til mánudagsins 28. janúar. Námskeiðið kostar kr. 80.000 og það gefur rétt til próftöku …

Maltkviss í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Spurningakeppninni Maltkviss sem vera átti í Tjarnarlundi, en varð að fresta vegna rafmagnaleysis verður þess í stað haldin laugardagskvöldið 5. janúar kl. 20. Um er að ræða fjölskylduvænar spurningar þar sem tveir til þrír verða saman í liði, fer eilítið eftir aldursamsetningu liðsins. Verðið er 500 kr fyrir hvert lið. Stjórnandi verður Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal. Verðlaun og …

Flugeldasýning á þrettándanum

DalabyggðFréttir

Flugeldasýningin er vera átti á gamla fótboltavellinum í Búðardal á gamlárskvöld verður sunnudaginn 6. janúar kl. 17. Björgunarsveitin Ósk verður með flugeldasölu í björgunarsveitarhúsinu við Vesturbraut föstudaginn 4. janúar kl. 12-19 og sunnudaginn 6. janúar kl. 12-16:30. Flugeldasalan er öflugasta tekjuleið björgunarsveitarinnar. Þeim sem ekki hafa áhuga á flugeldum, en langar að styrkja björgunarsveitina geta þess í stað greitt inn …

Félagsvist í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Félagsvist Umf. Stjörnunnar er halda átti milli jóla og nýárs en fresta varð vegna rafmagnsleysis verður í kvöld, miðvikudaginn 2. janúar. Félagsvistin hefst kl. 20, en húsið opnar kl. 19.30. Verð er 700 kr og sjoppa á staðnum. Gott að hafa í huga að enginn posi er og því rétt að mæta með reiðufé. Í myndasafni er nú að finna …

Brenna og flugeldasýning

DalabyggðFréttir

Vegna mikilla anna hjá Björgunarsveitinni Ósk verður flugeldasýningu kvöldsins frestað fram á þrettándann. En brennan verður á sínum stað og allir velkomnir. Brenna og flugeldasýning í Saurbænum verður við Þverfell, enda þurfa íbúar þar að vinna upp ljósleysi síðastliðna daga.

Tómstundabæklingur vor 2013

DalabyggðFréttir

Verið er að vinna í tómstundabækling Dalabyggðar fyrir vorið 2013. Bæklingurinn er gefinn út af Dalabyggð og eru allir þeir sem standa fyrir tómstundastarfi, námskeiðum og eða viðburðum hvattir til að senda inn upplýsingar. Gildir það bæði fyrir börn og fullorðna. Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram eru: 1. Heiti námskeiðs/atburðar2. Stutt lýsing á námskeiði/atburði3. Heiti kennara/þjálfara4. Staðsetning5. Tímabil …

Milli jóla og nýárs

DalabyggðFréttir

Að vanda verður ýmislegt um að vera í Dölunum milli jóla og nýárs. Jólaball Lions, flugeldasala, félagsvist, spurningakeppni og síðan áramótabrennur. Jólaball Lions Fimmtudaginn 27. desember verður hið árlega jólaball Lions haldið í Dalabúð og hefst kl. 17:30. Boðið verður uppá heitt súkkulaði með rjóma. En eins og venjulega er fólk beðið um að koma með smákökur eða eitthvað annað …

Guðþjónustur yfir hátíðirnar

DalabyggðFréttir

Guðþjónustur verða í níu af ellefu kirkjum héraðsins nú um jól og áramót. Auk þess verða helgistundir á hjúkrunarheimilunum Fellsenda og Silfurtúni. Aðfangadagur, 24. desember Hjúkrunarheimilið Fellsenda í Miðdölum Helgistund kl. 14 á aðfangadag jóla. Prestur er sr. Anna Eiríksdóttir. Hjarðarholtskirkja í Laxárdal Aftansöngur kl. 18 á aðfangadag jóla. Prestur er sr. Anna Eiríksdóttir. Jóladagur, 25. desember Dvalar- og hjúkrunarheimilið …