Sambandsþing UDN 2012

DalabyggðFréttir

91. sambandsþing UDN verður haldið að Staðarfelli þriðjudaginn 27. mars. Dagskrá 1. Þingsetning 2. Kosning Þingforseta 3. Kosning starfsmanna þingsins, 2 fundarritarar og þriggja manna kjörbréfanefnd 4. Skýrsla stjórnar, kynning 5. Álit kjörbréfanefndar 6. Ársreikningur ársins 2011 kynntur 7. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga, reikningar bornir upp til samþykktar 8. Ávörp gesta 9. Íþróttamaður UDN 10. Tillögur lagðar fram …

Helgin 24.-25. mars

DalabyggðFréttir

Um helgina verður ýmislegt um að vera hér í Dölum. Á laugardag verður skólaþing Auðarskóla og karlakórinn Heimir kemur í heimsókn. Á sunnudag eru síðan vetrarleikar Glaðs. Skólaþing Auðarskóla Skólaþing Auðarskóla verður laugardaginn 24. mars í Dalabúð og hefst kl. 10. Tilgangur þingsins er að auka samræðu í samfélaginu um skólamál, efla skólastarf og afla upplýsinga sem nýtast í starfi …

Karlakórinn Heimir

DalabyggðFréttir

Karlakórinn Heimir úr Skagafirði verður með tónleika í Árbliki laugardaginn 24. mars, kl. 20:30. Á dagskrá kórsins er m.a. útsetning Páls Pampicklers Pálssonar á Sprengisandi Kaldalóns, Dýravísur Jóns Leifs og Ferðasálmur Hallgríms Péturssonar í útsetningu Smára Ólafssonar, Kvöldvísa Hallgríms Péturssonar í karlakórsútsetningu Tryggva Baldvinssonar og margt fleira. Aðgangseyrir er 3.000 kr. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu kórsins. Karlakórinn Heimir

Menningarráð Vesturlands

DalabyggðFréttir

Menningarráð Vesturlands auglýsir í fyrsta sinn eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki. Umsækendur geta verið félög, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á svæðinu. Umsækendur verða að geta sýnt fram á fleiri fjárhagslega bakhjarla en Menningarráð Vesturlands. Styrkir ráðsins geta aldrei numið hærri fjárhæð en helmingi alls kostnaðar. Menningarráð hefur ákveðið að þeir aðilar hafi forgang sem stuðla að því að efla …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

84. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 20. mars 2012 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Ástand gróðurs á Ljárskógaheiði 2. Lánasjóður sveitarfélaga – aðalfundur 23.3.2012 Almenn mál – umsagnir og vísanir 3. Frumvarp til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs4. Endurnýjun á rekstrarleyfum. Fundargerðir til staðfestingar5. Menningar- og ferðamálanefnd – 356. Menningar- og …

Skólaþing Auðarskóla 2012

DalabyggðFréttir

Skólaþing Auðarskóla verður laugardaginn 24. mars kl. 10 í Dalabúð. Tilgangur þingsins er að auka samræðu í samfélaginu um skólamál, efla skólastarf og afla upplýsinga sem nýtast í starfi skólans og stefnumótun sveitarfélagsins. Foreldrar sérstaklega hvattir til að mæta. Þingið er öllum opið sem áhuga hafa á skólamálum í sveitarfélaginu. Vikuna fyrir þingið munu nemendur í eldri bekkjardeildum skólans þinga …

Lóuþrælar í Dalabúð

DalabyggðFréttir

Fimmtudagskvöldið 15. mars mun karlakórinn Lóuþrælar halda tónleika í Dalabúð og hefjast þeir kl. 21. Þetta starfsárið er kórinn með á lagalista sínum dægurlög samin af ýmsum þekktum höfundum og flutt af frægustu tónlistarmönnum heims og Íslands. Til að flytja þessi lög í þeim úgáfum sem ákveðnar voru þarf hljómsveit til að spila með kórnum.Hljómsveitina skipa Skúli Einarsson trommur, Kristján …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur þriðju og jafnframt sína síðustu félagsvist þennan veturinn föstudaginn 16. mars í Árbliki kl. 20:30 Aðgangseyrir er 800 kr, kaffi og meðlæti innifalið. Frítt fyrir 14 ára og yngri.

Dalir og Hólar 2012

DalabyggðFréttir

Dalir og Hólar munu efna til sýninga á svæðinu Dalabyggð – Reykhólasveit sumarið 2012. Leitað er eftir hugmyndum og uppástungum um áhugaverða staði á svæðinu sem gætu virkað sem sýningarrými. Myndlistamenn munu vinna út frá náttúru og menningu Dalabyggðar og Reykhólasveitar sem mynda umgjörð um sýninguna. Prentuð verður sýningarskrá sem jafnframt er leiðsögukort um svæðið. Viðfangsefni sýningarinnar að þessu sinni …

Smáskipanám á Hólmavík og Reykhólum

DalabyggðFréttir

Fræðslumiðstöð Vestfjarðar ætlar að að bjóða upp á svokallað smáskipanám (sem áður var gjarnan nefnt „pungapróf“) á Hólmavík og Reykhólum á næstunni. Þeir sem ljúka slíku námi, sem er samkvæmt reglugerð nr. 175/2008 um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum og aðalnámsskrá framhaldsskóla – skipstjórnarnám frá júlí 2009, öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem skipstjóri/stýrimaður …