Bólusetning gegn inflúensu

DalabyggðFréttir

Árleg bólusetning gegn inflúensu er að hefjast á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Búðardal/Reykhólum.
Sóttvarnarlæknir mælir með inflúensubólusetningu fyrir
• alla einstaklinga 60 ára og eldri.
• öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna, nýrna og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
• þungaðar konur.

Ofangreindum forgangshópum stendur bóluefni til boða sér að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald á heilsugæslustöð.

Einnig viljum við vekja athygli á bólusetningu gegn lungnabólgubakteríum fyrir 60 ára og eldri.

Starfsfólk heilsugæslunnar í Búðardal/Reykhólum

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei