Samtök um söguferðamennsku

DalabyggðFréttir

Samtök um söguferðamennsku halda félagsfund sinn og málþing að Vogi á Fellsströnd laugardaginn 19. október kl. 11-15.
Kl. 11 verður hugarflæðisfundur um þróunar- og nýsköpunartækifæri í söguferðaþjónustu í Dölum og við Breiðafjörð.
Kl. 13 er málþing um eflingu ferðaþjónustu í Dölum og við Breiðafjörð. Þar munu heimamenn og Breiðfirðingar kynna það sem er í boð á svæðinu og ónýtta möguleika.
Áhugasamir Dalamenn eru eru velkomnir á hugarflæðisfundinn og málþingið um söguferðaþjónustu við Breiðafjörð.
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð í maí 2006 að Þingeyrum í Húnaþingi af 18 aðlinum. Markmið samtakanna er að efla sögutengda ferðaþjónustu á Íslandi og að vera samráðsvettvangur þeirra aðila er stunda slíka ferðaþjónustu. Samtökin leggja mesta áherslu á arfleifð íslenskra miðaldabókmennta, fyrstu aldir Íslandsbyggðar og miðaldamenningu.
Samtökin hafa vaxið jafnt og þétt og nú eru alls um 80 félagar í samtökunum alls staðar af á landinu. Flestir eru fulltrúar sögustaða, sýninga eða safna sem m.a. leggja áherslu á að kynna sögu Íslands frá landnámi til siðaskipta fram til 1550. Aðrir eru með aukaaðild og má þar nefna sérfræðinga á sviði sögu, forleifafræði og þjóðfræða, ferðaskrifstofur, menntastofnanir á sviði ferðamála o.fl.
Samtökin um söguferðaþjónustu gefa út kynningarbæklinga á íslensku, ensku, þýsku og norsku og halda jafnframt úti heimasíðu á fimm tungumálum. Sjá: www.sagatrail.is eða www.soguslodir.is

Formaður SSF er Dalamaðurinn Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur sem jafnframt er formaður Ólafsdalsfélagsins í Gilsfirði.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei