57. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. mars 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 09. febrúar 2010.3. Fundargerð sveitarstjórnar frá 25. febrúar 2010.4. Fundargerð sveitarstjórnar ( símafundur ) frá 03. mars 2010.5. Fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 28. janúar 2010.6. Fundargerð Breiðafjarðarnefndar frá 07. janúar 2010.7. Fundargerð ársfundar náttúruverndarnefnda frá …
Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010
Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu í Dalabyggð verður haldinn laugardaginn 6. mars 2010. Kosið verður í einni kjördeild í sveitarfélaginu, í Héraðsbókasafni Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og honum lýkur kl. 22:00 Sérstök athygli er vakin á því að kjósendum er skylt að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd. Aðsetur yfirkjörstjórnar Dalabyggðar á …
Bókasafn Dalabyggðar
Bókasafnið verður lokað þriðjudagana 9. mars og 16. mars. Opið þriðjudaginn 2. mars eins og venjulega. Endilega komið og birgið ykkur upp af lesefni. Kveðja, Hugrún bókavörður
Aukafundur í sveitarstjórn Dalabyggðar
Aukafundur í sveitarstjórn Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar. 2010 og hefst kl. 15:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu. Dalabyggð 23. febrúar 2010. ___________________________Þórður Ingólfsson, oddviti.
Heilsuefling starfsmanna MS
Í byrjun febrúar fór á stað heilsuefling starfsmanna Mjólkursamsölunnar samhliða markaðssetningu á nýjum próteindrykk sem hlotið hefur nafnið Hleðsla. Starfsmenn voru hvattir til að taka þátt í heilsuátakinu sem stendur yfir í þrjá mánuði. Undirtektir voru góðar og hátt í fjörutíu átakshópar stunda nú Hleðsluátak á öllum starfsstöðvum MS. Í hverjum hóp eru 5 manns með 1 liðsstjóra sem heldur …
MS Búðardal fremst fyrirtækja í Dalabyggð til að flokka og endurnýta úrgang.
Hjá MS Búðardal hefur verið flokkun á bylgjupappa og plasti í mörg ár. Með aðstoð aðila frá Gámaþjónustunni ehf. var stigið en lengra skref í flokkun á úrgangi til endurvinnslu 1. október 2009. Allur úrgangur er flokkaður í 7 flokka til endurvinnslu og er skilað inn til Gámaþjónustunnar til endurnýtingar. Flokkar til endurvinnslu: 1. Bylgjupappi og annar pappi 2. Glært/hreint …
Breyting á snjómokstursdögum
Um áramótin breytti Vegagerðin snjómokstursdögum í Dalabyggð. Íbúum er vinsamlegast bent á að kynna sér nýja áætlun en hana má finna hér. Í næsta Dalapósti verður einnig að finna áætlunina.
Breyting á símsvörun heilsugæslulækna
Tilkynning frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands: Frá kl. 8 að morgni 15. febrúar 2010 gildir samræmd símsvörun vakthafandi heilsugæslulækna á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Allir íbúar á Vesturlandi, Ströndum og Húnaþingi vestra nota sama númer 112. Númerið er 112 allan sólarhringinn ef þarf að ná sambandi við heilsugæslulækni á vakt. Almennar tímapantanir og önnur símaþjónusta verður með óbreyttum hætti, vinsamlegast hringið í skipitborð.
Eiríksstaðir tilnefndir til Eyrarrósarinnar
Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum mánudaginn 15. febrúar kl. 16.00 og er það í sjötta sinn sem viðurkenningin er veitt. Eiríksstaðir er eitt þriggja verkefna sem tilnefnd eru í ár. Hin tvö eru: Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra og Skjaldborg – heimildarmyndahátíð á Patreksfirði. Með Eyrarrósinni fylgir fjárstyrkur að upphæð 1,5 milljónum króna …
Skrifað undir samning um félagsþjónustu
Skrifað var undir samning um félagsþjónustu og þjónustu í barnaverndarmálum við Borgarbyggð fyrir skömmu. Það voru sveitarstjórarnir Grímur Atlason og Páll S. Brynjarson sem handsöluðu hann í Búðardal. Samningurinn tryggir Dalamönnum betri þjónustu en hingað til hefur verið hægt að veita í sveitarfélaginu. Föst viðvera félagsráðgjafa verður 1. og 3. þriðjudag í hverjum mánuði. Auk þess verður hægt að leita …