Vorfundur Sögufélags Dalamanna

DalabyggðFréttir

Sögufélagið hefur fengið Einar Kárason rithöfund til að koma á vorfund þess og tala um Sturlungaöldina. Einar hefur kynnt sér efni Sturlungu betur en flestir og sett söguefnið fram á nýstárlegan hátt í bókunum Óvinafagnaður og Ofsi. En Einar hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2009 fyrir Ofsa. Fundurinn er í Leifsbúð, miðvikudaginn 28. apríl og hefst klukkan 20:00. Minnum á veitingarnar …

Opinn íbúafundur Hollvinasamtaka Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Hollvinasamtök Dalabyggðar boða til opins fundar þriðjudaginn 27. apríl í Dalabúð. Fundurinn hefst kl. 20:30. Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa á málefnum sem snúa að samfélaginu í Dölum. Fundurinn er hugsaður sem opinn vettvangur fyrir íbúa Dalabyggðar til að ræða hagsmunamál sín, m.a. væntanlegar kosningar til sveitarstjórnar. Hvernig viljum við sjá byggðina okkar? Viljum við sjá sumarhátíðir? Þetta …

Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds á Bjargi

DalabyggðFréttir

  Söngur, grín og gleði. Þann 1. maí næstkomandi kl. 22.00 verða þeir félagar staddir á Bjargi og ætla að skemmta Dalamönnum eins og þeim einum er lagið. Þessir víðförlu menn segja óformlega sögu dægurlaga og skemmtanna á Íslandi um áratuga skeið. Samanlögð reynsla þeirra á þessum miðum er um eitthundrað ár svo af nógu er að taka. Þeir fóru …

Spurningin

DalabyggðFréttir

Niðurstöður síðustu tveggja spurninga. Í hvað margar fermingarveislur. 0 24,1 % 1 33,3 % 2 20,7 % 3 11,5 % 4 5,7 % 5 eða fleiri 4,6 % Hvaða Hákon var konungur Noregs 1262? Hákon hárfagri 33,3 % Sá hárfagri hét Haraldur og ríkti 872-931 Hákon háleggur 6,2 % Ríkti 1299-1319 Hákon harmdauði 0,0 % Ríkti 1202-1204 Hákon gamli 56,2 …

Firmakeppni og reiðsýning

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður og Hestaeigendafélag Búðardals standa sameiginlega fyrir dagskrá í hesthúsahverfinu í Búðardal á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl n.k. Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að heimsækja hesthúsin og athafnasvæði hestamanna og fylgjast með skemmtilegri dagskrá. Einhver hesthús verða opin og er öllum velkomið að kíkja í heimsókn til okkar. Dagskrá: 13:00 Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardal á reiðvellinum 15:30 Reiðsýning nemenda …

Konukvöld í Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Kl. 20.00, föstudaginn 30. apríl verður konukvöld í Leifsbúð. Jæja stelpur, nú gerum við okkur glaðan dag svona fyrir sauðburð og vorverkin. Þar verður hún Soffía frá Undirföt.is með kynningu, undirföt, náttföt barna og kvenna og margt fleira. Katrín kynnir Volare, Heiða með Friendtex, og Helga Dóra hárvörur, tilboð á völdum vörum. Fríða Mjöll leiðbeinir varðandi förðun og litaval. Í …

Söfnun á rúlluplasti 19.-23. apríl

DalabyggðFréttir

Rúlluplasti verður safnað á bæjum 19. – 23. apríl. Bændur eru því minntir á að hafa plastið á aðgengilegum stað fyrir sorpverktaka. Frágangur á plastinu hjá bændum getur verið í stórsekki t.d. undan áburði eða pressað og bundið saman þannig að gott sé að koma því á bíl (litla bagga) eða í þar til gerðum gámum eða á annan snyrtilegan …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

58. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 20. apríl 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra. 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 9. mars 2010. 3. Fundargerð byggðarráðs frá 17. mars og 13. apríl 2010. 4. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15. mars 2010. 5. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 18. mars 2010. 6. Fundagerð fræðslunefndar …

Norðurljós í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Kvennakórinn Norðurljós frá Hólmavík heldur tónleika í Tjarnarlundi föstudaginn 16. apríl. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Athugið að það er enginn posi á staðnum. Á dagskrá eru ýmis létt lög. Stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir og undirleikari er Viðar Guðmundsson. Allir hjartanlega velkomnir og eru Dalamenn hvattir til að láta ekki þessar hressu nágrannakonur framhjá sér fara.

Árnesingakórinn og Nikkólína í Dalabúð

DalabyggðFréttir

Síðasta vetrardag heldur Árnesingakórinn tónleika í Dalabúð og að þeim loknum verður harmonikkuball með Nikkólínu. Stjórnandi kórsins er Gunnar Ben og um undirleik sér Bjarni Jónatansson. Í tilefni af 90 ára fæðingarafmælis Sigfúsar Halldórssonar verða lög hans sungin. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og aðgangseyrir er 1.500 kr Að tónleiknum loknum verður harmonikkuball með Nikkólínu. Ballið hefst kl. 22:30 og er …