Tónleikar að Laugum

DalabyggðFréttir

Fyrirhugaðir eru tvennir tónleikar á Hótel Eddu Laugum fimmtudagana 4. og 11. ágúst.
Báðir tónleikarnir eru í Gyllta salnum og hefjast kl. 21.
Dalabríari verður síðan sunnudaginn 21. ágúst og verður betur kynnt síðar.

Fimmtudaginn 4. ágúst kl. 21 verða Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir með tónleika í Gyllta salnum á Hótel Eddu, Laugum.
Munu þau flytja nokkur þekktustu lög Ellenar ásamt öðrum perlum.
Miðaverð er 1.500 krónur.

Fimmtudaginn 11. ágúst kl. 21 verða tónleikar með Tómasi R. Einarssyni kontrabassaleikara ásamt slagverksleikaranum Mattíasi M.D. Hemstock í Gyllta salnum á Hótel Eddu Laugum.

Munu þeir leika tónlist af nýjum diski Tómasar, Strengur.
Miðaverð 1.500 kr.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei