Sveitarstjórn Dalabyggðar – aukafundur

DalabyggðFréttir

59. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 18. maí 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá:1. Skýrsla sveitarstjóra.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 20. apríl 2010.3. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 16. apríl 2010.4. Fundargerð skólanefndar Fjölbrautarskóla Vesturlands frá 13. apríl 2010.5. Fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 26. apríl 2010. 6. Fundargerð aðalfundar Menningarráðs Vesturlands frá 5. maí 2010. 7. …

Auðarskóli Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Við leikskóla Auðarskóla í Dalabyggð vantar leikskólakennara til starfa frá og með 1. ágúst næstkomandi. Leikskólinn vel búinn tveggja deilda leikskóli í nýju húsnæði, staðsettur í Búðardal. Áhugasamir hafi endilega samband við Guðbjörgu Hólm aðstoðarleikskólastjóra á netfangið guggaholm@dalir.is eða í síma 434 – 1311. Umsóknarfrestur er til 25. maí næstkomandi.

Sveitarstjórnarkosningar 2010

DalabyggðFréttir

Auglýsing vegna sveitarstjórnarkosningaí Dalabyggð 29. maí 2010. Þar sem enginn framboðslisti kom fram, verður kosning til sveitarstjórnar óbundin. Kjósa skal 7 aðalmenn og 7 varamenn. Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því. Mikilvægt er að kjósendur komi vel undirbúnir á kjörstað. Nánari upplýsingar um óbundnar …

Sauðburður

DalabyggðFréttir

Nú er sauðburður hafinn hjá flestum fjárbændum hér í héraði og mikið um að vera. Samkvæmt könnun síðustu viku, ætla 67,9% svarenda að fara í sauðburð, 3.6% kannski og 28,6% svöruðu neitandi. Fyrir þá sem ekki komast í sauðburð eru hér smá sýnishorn.

Óbundnar kosningar

DalabyggðFréttir

Enginn listi barst til kjörstjórnar og því verða óbundnar kosningar (persónukjör) til sveitarstjórnar í Dalabyggð. Á kosningavef Dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins eru ítarlegar leiðbeiningar um flest það er varðar sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí. Þar á meðal um framkvæmd óbundinna kosninga.

Hellisbúinn í Búðardal

DalabyggðFréttir

Ein sýning á Hellisbúanum verður í Dalabúð, föstudaginn 11. júní, kl. 20:00. Miðasala er á midi.is og hefst næsta miðvikudag. Leikstjórn: Rúnar Freyr Gíslason Aðalhlutverk Jóhannes Haukur Jóhannesson Þýðing: Sigurjón Kjartansson

Frumkvöðlar Vesturlands

DalabyggðFréttir

Helga og Þorgrímur á Erpsstöðum voru í gær tilnefnd frumkvöðlar Vesturlands 2010. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sem standa árlega fyrir þessari viðurkenningu. Alls voru 14 sprotafyrirtæki og einstaklingar sem hlutu tilnefningar að þessu sinni. Nánar lesning er í Skessuhorninu

Vinnuskóli Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður rekinn í sumar með sama sniði og undanfarin ár. Vinnan hefst mánudaginn 7. júní kl. 8:00. Vinnuskólinn er fyrir unglinga fædda árin 1994 til 1997. Umsóknareyðublöð eru á dalabyggd.is og einnig á skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 21. maí 2010 Sveitarstjóri

Spurningin

DalabyggðFréttir

Hér koma niðurstöður svörunar síðustu tveggja spurninga. Hvenær fórstu síðast fyrir strandir (Fellsströnd / Skarðsströnd)? 2009-2010 61,6 % 2005-2008 24,4 % 2000-2004 2,3 % Síðustu öld 10,5 % Aldrei 1,2 % Hvað ferðu oft inn á heimasíðu Dalabyggðar (www.dalir.is)? Fyrsta og eina skiptið 9,8 % U.þ.b. mánaðarlega 21,6 % U.þ.b. vikulega 37,3 % U.þ.b. daglega 31,4 %

Sr. Elína Hrund ræðir um Kvennakirkjuna

DalabyggðFréttir

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur í Reykhólaprestakalli flytur erindi um Kvennakirkjuna í Leifsbúð í kvöld, þriðjudaginn 4. maí kl. 21:00. Erindi hennar, sem er öllum opið, verður í Leifsbúð í Búðardal um kl. 21 að loknum aðalfundi Sambands breiðfirskra kvenna (SBK) sem þar verður á undan. Veglegar veitingar verða í boði Kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur. Innan SBK eru nú þrjú kvenfélög …