Hundaeigendur athugið!

DalabyggðFréttir

Hundahreinsun verður 21. apríl n.k. Hin árlega hundahreinsun í Búðardal verður þriðjudaginn 21. apríl, milli kl. 16:00 – 18:00 hjá dýralækninum, Ægisbraut 19. Þeir sem ekki komast á þessum tíma eru beðnir um að hringja í Hjalta dýralækni í síma 434 1122 og panta annan tíma.

Markaðsdagur 25.apríl á Jörvagleði

DalabyggðFréttir

Dalamenn og velunnarar Dalanna nær og fjær: Markaðsdagur verður haldinn á Jörfagleðinni laugardaginn 25. apríl eða á sjálfan kosningadaginn. Markaðurinn verður haldinn í Björgunarsveitarhúsinu milli kl.13 og 18. Þátttakan var frábær á síðustu hátíð og mæltist þessi dagur vel fyrir. Það væri ánægjulegt að sjá alla sem eru að vinna að sölu- og markaðsmálum, smátt sem stórt, kynna og/eða selja …

Orðsending frá Héraðsbókasafni Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Það eru vinsamleg tilmæli frá safnverði að þið lítið í hillur ykkar og á náttborðið og ath. hvort einhverjar bækur merktar Héraðsbókasafni Dalasýslu leynist þar. Safnvörður vill einnig minna á að hægt er að skila bókum í bókakassa í anddyri Stjórnsýsluhússins. Bókasafnið er opið á þriðjudögum frá kl. 15:00 – 19:00. Mikið hefur bæst við af nýjum bókum í safnið …

Atvinna í boði

DalabyggðFréttir

Um er að ræða félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð. Starfshlutfall 60% eða samkvæmt samkomulagi.Vinnutími getur verið sveigjanlegur, laun eru samkvæmt kjarasamningum og viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða og geta hafið störf hið fyrsta.Allar nánari upplýsingar veitir Gróa Dal í síma 892-2332.

Hefur þú tíma aflögu ?

DalabyggðFréttir

Búðardalsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til að gerast heimsóknavinir. Hlutverk heimsóknavina er að veita félagsskap, rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einkaheimili og stofnanir. Undirbúningsnámskeið verður haldið í húsnæði deildarinnar að Vesturbraut 12 miðvikudaginn 15. apríl kl. 17-19. Námskeiðið er ókeypis og opið öllum áhugasömum. Upplýsingar og skráning er í síma 434-1639 eða 844-5858 eða …

Laus störf á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Hjúkrunarheimilið Fellsendi óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar. Um er að ræða störf við aðhlynningu, ræstingu og í eldhúsi. Heimilið þjónar geðfötluðum einstaklingum. Fellsendi er góður vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi. Starfshlutfall og vaktafyrirkomulag er eftir samkomulagi. Fellsendi er í 120 km fjarlægð frá Reykjavík og í 20 km fjarlægð frá Búðardal. Upplýsingar veitir Anna Margrét Guðmundsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

40. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 24. mars 2009 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 16:00 Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra. 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 24. febrúar 2009. 3. Fundargerð byggðarráðs frá 10. mars 2009. 4. Fundargerðir fræðslunefndar frá 10. mars 2009.5. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 23. febrúar 2009. 6. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 5. mars 2009. …

Skólastjóri nýrrar skólastofnunar í Dalabyggð – Umsóknarfrestur framlengdur

DalabyggðFréttir

Laust er til umsóknar starf skólastjóra nýrrar skólastofnunar Dalabyggðar. Ráðið verður formlega í starfið frá og með 1. ágúst 2009 en æskilegt er að nýr skólastjóri geti komið til skipulagsvinnu eigi síðar en 1. maí 2009. Starfssvið: · Fagleg forysta skólastofnunarinnar · Skipulag og undirbúningur nýrrar stofnunar · Stuðla að framþróun í skólastarfi · Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi …