Æfingasalur Umf. Ólafs Páa

DalabyggðFréttir

Ungmennafélagið Ólafur Pái rekur æfingasal að Vesturbraut 20, þar sem hægt er að kaupa sér áskrift að salnum.
Í salnum eru hlaupabretti, stigvélar, hjól, boxpúði, lóð og fleiri tæki.
Um þrjár áskriftarleiðir er að velja
3 mánuðir
6.500
kr
6 mánuðir
9.500
kr
12 mánuðir
16.000
kr
25% afsláttur er fyrir eldri borgara.
Lykillinn gildir fyrir alla fjölskylduna. Allir sem æfa í salnum æfa á eigin ábyrgð.
Börn yngri en 14 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum og ungmenni 14-18 ára verða að hafa leyfi foreldra til að æfa ein í salnum. Það er á ábyrgð foreldra að börnin kunni að meðhöndla tæki og tól í salnum.
Boðið verður upp á nokkur kvöld á vormisseri þar sem leiðbeinandi verður í salnum sem fer yfir og kennir á tæki og búnað. Það verður auglýst sérstaklega.
Pantanir á áskrift eru hjá Ingibjörgu Jóhannsdóttur í síma 896 8315
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei