Þorrablót Suðurdala

DalabyggðFréttir

Þorrablót Suðurdala verður haldið í Árbliki laugardaginn 5. febrúar.
Húsið opnar kl. 20 og borðhald hefst kl. 20:30.
Sigurður Finnur sér um matinn eins og oft áður og Skógarpúkarnir munu sjá um að halda uppi fjörinu á dansleiknum.
Almennt miðaverð er 5.500 kr og fyrir eldri borgara og öryrkja 4.500 kr. Miði á dansleikinn kostar 3.500 kr.
Miðapantanir þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 1. febrúar til Kristínar í síma 434 1390/894 0668 eða Guðmundar Þórs í síma 434 1366/848 5078. Athugið að panta þarf miða á dansleikinn.
Miðasala verður hjá Bolla föstudaginn 4. febrúar kl. 13-15 og athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum.
Aldurstakmark er 16 ára.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei