Skýrsla um framtíðarsýn í skólamálum

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 12. janúar sl. var haldinn fjölmennur fundur í Tjarnarlundi þar sem skýrsla um framtíðarsýn í skólamálum í Dalabyggð var kynnt fyrir íbúum og starfsmönnum Dalabyggðar. Skýrslan var fyrr um daginn kynnt fyrir sveitarstjórn og fræðslunefnd. Umræður á fundinum voru frjóar og skemmtilegar og þátttaka í þeim var almenn og uppbyggjandi. Skýrslan hefur nú verið send fræðslunefnd til umsagnar og …

SÖGUSLÓÐIR Í HÉRAÐI – Opið málþing SSF

DalabyggðFréttir

Samtök um sögutengda ferðaþjónustu verða með málþing á Hótel Hamri föstudaginn 16. janúar og hefst það kl. 16:00. Yfirskrift málþingsins er „Söguslóðir í héraði„ Dagskrá: 16.00Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu. „Menningarferðaþjónusta á Mön. Reynslan af heimsókn félaga í SSF í október 2008.“ 16.20Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur og dósent í hagnýtri menningarmiðlun. „ Á söguslóðum í Reykjavík.“ 16.40Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðumaður Þórbersseturs, …

Stafræn ljósmyndun

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 17. janúar 2009 verður haldið námskeið í stafrænni ljósmyndun og meðhöndlun ljósmynda í ljósmyndaforritinu Picasa. Námskeiðið fer fram í Búðardal Allar nánari upplýsingar veitir Björn Anton Einarsson í síma 892-6704 og 434-1332

Framtíðarstefna Dalabyggðar í skólamálum fundur í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Opinn kynningarfundur um framtíðarstefnu Dalabyggðar í skólamálum verður haldinn í félagsheimilinu Tjarnarlundi, þriðjudaginn 13. janúar nk. kl. 20:30. Sigurður Tómas Björgvinsson mun þar kynna niðurstöður skýrslu um skólamál í Dalabyggð. Sveitarstjóri og sveitarstjórnarmenn munu taka þátt í umræðum á eftir. Skorað er á sem flesta, foreldra, starfsfólk og aðra, sem láta sig skólamál í sveitarfélaginu varða, að mæta og taka …

Starfsmenn óskast í hlutastörf

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir starfsmönnum í hlutastörf.Leiðbeinandi á leikskólann Vinabæ í 67.5% hlutastarf.Tveir starfsmenn í nýjan heilsdagsskóla í Dalabúð 40% stöður og er vinnutími eftir hádegi. Til greina kemur að sameina starf á leikskóla og annað starfið í heildagsskólanum í 100% stöðu. Störfin eru laus nú þegar. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra í síma 430-4700 eða leikskólastjóra í síma: 434-1311 Grímur …

Upprifjunar og endurlífgunarnámskeið í skyndihjálp

DalabyggðFréttir

Upprifjunar og endurlífgunarnámskeið í skyndihjálp verður haldið á Laugum í Sælingsdal fimmtudaginn 8. janúar kl. 9-13 Verð 5000.- innifalið kennslugögn og hádegismatur. Allir velkomnir. Leiðbeinandi er Oddur Eiríksson sjúkrafluttningamaður. Skráning í ungmennabúðunum í síma 861-2660 eða á netfangið laugar@umfi.is

Tilkynning frá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi.

DalabyggðFréttir

Námsvísir vorannar hefur komið inn um lúguna um þetta leyti, en brugðið verður út af vananum í þetta sinn. Ástæðan er sú að Símenntunarmiðstöðin á 10 ára afmæli á þessu ári eða 19. febrúar nk.Af því tilefni hefur stjórn stofnunarinnar skipað afmælisnefnd sem mun vinna að veglegu afmælisblaði sem verður gefið út á vormánuðum. Einnig er fyrirhugað að halda upp …

Bókasafnið lokað

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 06.01.2009 verður Héraðsbókasafn Dalasýslu lokað vegna jarðarfarar. Bókasafnið verður opið þess í stað á miðvikudaginn 07.01. og fimmtudaginn 08.01. frá kl. 15:00 – 19:00

Gleðilegt nýtt ár

DalabyggðFréttir

Vel viðraði fyrir brennur á áramótum. Þessi mynd var tekin við Árblik í Miðdölum þar sem bændur komu saman og fögunuðu nýju ári.