Fundur um æskulýðsmál

DalabyggðFréttir

Á aðalfundi ungmennafélagsins Æskunnar í ágúst síðastliðin var samþykkt að boða til almenns fundar um samstarf æskulýðsfélaganna í Dalabyggð og stefnt skuli að fundi í nóvember 2010.
Þar sem börn á grunnskólaaldri í sveitarfélaginu eru innan við 100 sem þýðir innan við 10 börn í árgangi að meðaltali er mjög mikilvægt að þau upplifi sig sem eina heild og framboð á tómstundum sé sem jafnast á milli árganga, jafnframt að börnin eigi möguleika á þátttöku í sem flestu.

Við getum spurt okkur, til hvers þurfum við æskulýðsstarf?

-Er það til að við sem störfum að þessu getum komið saman og spjallað?

-Er það til að leiðbeinendur útrás fyrir sína visku?

-Er það til að einhverjir eigi möguleika á að fara út að keyra með börnin sín?

-Á þetta kannski að vera þroskandi fyrir börnin sem taka þátt í þessu?

-Eiga þau kannski að vera betur undirbúin undir lífið eftir þátttöku í félagsstarfinu?

Hver er grundvöllur til að hægt sé að hafa félagsstarf fyrir börn?

A. það þarf ákveðinn fjölda barna með áhuga.

B. Það þurfa að vera til leiðbeinendur sem hafa þekkingu og áhuga.

Í smáu samfélagi eins og okkar er staðan þannig að ef tvennt er í boði fyrir sama barnahóp þá eru líkur á því að of léleg þátttaka er í báðum hópum. Því er nauðsynlegt að það sé formlegur samstarfvettvangur til að skipuleggja starfið hverju sinni, það hagnast allir á því, börn, foreldrar sem og leiðbeinendur.

Það er mikilvægt að þeir aðilar sem komi að æskulýðsstarfi á hverjum tíma séu meðvitaðir um þetta og að kröftum sé ekki eytt að óþörfu, samstarf er lykill að framförum í æskulýðsmálum á okkar svæði.

Ungmennafélagið Æskan

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei