Kosning til stjórnlagaþings

DalabyggðFréttir

Kosning til stjórnlagaþings í Dalabyggð fer fram í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Kjörfundur hefst klukkan 10:00 og stendur til 20:00. Kjósendur þurfa að hafa með sér skilríki.
Á kjörskrá eru allir þeir sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. laugardaginn 6. nóvember 2010, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.
Stjórnlagaþing á, samkvæmt lögum frá Alþingi nr. 90/2010, að koma saman í febrúar 2011 til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingið á að standa í tvo til fjóra mánuði og verður skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa.
Þingfulltrúar verða kosnir persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við kosninguna. Stjórnlagaþinginu er ætlað að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar 2010.
Sveitarstjórnir gera kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna frá Þjóðskrá Íslands en aðeins þeir sem eru á kjörskrá þegar kosning fer fram, geta neytt kosningaréttar. Kjörskrá skal lögð fram fyrir almenning eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei