Fundur í sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

37. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. desember nk. í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 13:00 (athugið breyttan fundartíma) Dagskrá:1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 2. desember 2008. 2. Fundargerð byggðarráðs frá 2. desember 2008.3. Fundargerð fræðslunefndar frá 1. desember 2008. 4. Bréf frá sýslumanninum í Búðardal, dagsett 2. desember sl., þar sem óskað er eftir umsögn vegna reksturs veitingastaðar …

Jólalegt í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Nú hafa ljósin á jólatrénu verði tendruð, skreytingar komnar upp víðsvegar í Dölum og eitthvað sást til jólasveina þar í gær. Þessar mynd tók Toni þegar kveikt var á jólatrénu við Dalabúð. Fleiri myndir hér

SÆLINGSDALSTUNGA til leigu og/eða sölu

DalabyggðFréttir

Búskapur og/eða önnur starfsemi: Hluti jarðarinnar Sælingsdalstungu (ekki frístundasvæði né fjalllendi) er til leigu eða sölu. Um er að ræða 270 hektara jörð sem getur hentað til búskapar, ferðaþjónustu eða sambærilegrar starfsemi. Tilboðsgjafar skulu í tilboðum sínum gera grein fyrir þeirri starfsemi sem þeir hyggjast stunda á jörðinni en hún skal samræmast þeirri starfsemi sem er í næsta nágrenni og …

Starfsmannafélag Dala og Snæfellssýslu

DalabyggðFréttir

Kynningafundir um nýgerðan samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi mill Samflots, fh. Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu og Launanefndar sveitarfélaga verða haldnir sem hér segir í grunnskólum eftirtalinna stað: Þriðjudag 2.desember kl.17:15 í Grundarfirði Miðvikudag 3.desember kl.17:15 í Snæfellsbæ Fimmtudag 4.desember kl.17:15 í Stykkishólmi Mánudag 8.desember kl.17:15 í Búðardal Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér nýjan samning! …

Dansnámskeið

DalabyggðFréttir

Jón Pétur danskennari verður með opið hús í Dalabúð kl. 20 á mánudagskvöld fyrir þá sem langar að læra að dansa eða að rifja upp löngu gleymd spor. Ef áhugi er þá verður kennt fleiri kvöld. Verð kr. 1000. fyrir skiptið

Góð mæting á kaffihúsakvöld

DalabyggðFréttir

Góðmæting var á kaffihúsakvöld nemenda í grunnskólanum í Búðardal. Voru það nemendur í fimmta bekk og upp úr sem sáu um að skemmta gestum og að bera fram kakó og smákökur sem þeir bökuð sjálfir. Þá var happdrætti með fjölmörgum vinningum sem fyrirtæki í Dalabyggð gáfu. Sjá fleiri myndir hér.

Hross í óskilum

DalabyggðFréttir

Brúnt hesttrippi er í óskilum á Skógarströnd í Dalabyggð og er hann ómarkaður og auðkennalaus. Þeir sem telja sig getað sannað eignarrétt sinn á hrossinu hafi samband við starfsmann Dalabyggðar Viðar Þ. Ólafsson í síma 8940013 fyrir 4.desember n. k. Að öðrum kosti verður hrossið auglýst og selt á opinberu uppboði. Sveitarstjóri Dalabyggðar.

Viðburðir á aðventunni

DalabyggðFréttir

Ágætu íbúar, ég er að taka saman þá viðburði sem fyrirhugaðir eru á aðventunni og langar til að byðja ykkur að senda mér upplýsingar um það sem þið ætlið að gera, hvort sem um er að ræða félagasamtök eða einstaklinga. þá verða stórtóleikar í Hjarðarholtskirkju 14.des þar sem landsþekktir listamenn koma fram. Gaman væri ef við tækjum okkur saman og …

Ljósið í myrkrinu.

DalabyggðFréttir

Núna þegar dagarnir fara að styttast og kuldinn að leika sér að okkur er gott að geta verið innandyra og haft það huggulegt. Blómalindin býður nú upp á eldri kerti í nokkrum gerðum á 50% afslætti. Mikið af ilmkertum, á gamla góða verðinu meðan byrgðir endast, en það á einnig við um kertin frá Bröste. Nú má búast við að …

Tilkynningar frá Leikklúbbi Laxdæla

DalabyggðFréttir

Leikklúbburinn er að leggja af stað í undirbúning á Jörvagleðisýningu fyrir næsta vor og vildi athuga með áhuga fólks á að vera með. Bæði vantar okkur leikara og gott fólk til að koma að uppsetningu og fleiru. Nýjir félagar í Leikklúbb Laxdæla eru ávallt velkomnir. Hláturjóga Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20:00 stendur leikfélagið fyrir hláturjóganámskeiði í Grunnskólanum í Búðardal. Allir …