Konukvöld í Bjarkalundi

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Katla mun standa fyrir konukvöldi í Bjarkalundi föstudaginn 5. nóvember, kl. 20:30.
Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Þema kvölsins er SLÆÐUR og því mæta allar konur með slæður.
Veislustjóri verður Sigríður Klingenberg lífskúnster og spámiðill og mun hún spá fyrir þeim sem vilja í lokin.
Anna Gunnarsdóttir stílisti og snyrtifræðingur kíkir í fataskápinn og ráðleggur okkur hvernig við getum gert mikið úr litlu og kennir okkur að binda slæður.
Ein heppin verður lituð, klippt og förðuð. Elína Hrund yngri, eigandi hársnyrtistofunnar Spes-Hár mun sjá um klippingu og litun með Bed Head vörum frá TIGI. Anna Gunnarsdóttir snyrtifræðingur farðar með vörum frá Forever Living.
RYK design (Kristín Kristjánsdóttir) mun kynna sínar vörur, falleg íslensk fatahönnun.
Soffía Húnfjörð frá undirföt.is mun kynna sínar vörur sem koma frá Kanada, Bretlandi, Póllandi og Lettlandi og eru úr hágæðaefnum.
Léttar veitingar. Miðaverð 2.900 kr.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei