Haustfagnaður FSD úrslit

DalabyggðFréttir

Fyrir áhugasama um úrslit í hinum ýmsu keppnum á Haustfagnaði FSD verða þau helstu tíunduð hér á eftir.

Hyrndir lambhrútar

1. Lamb nr. 118 frá Rauðbarðarholti í Hvammssveit. Undan Snæ 09-521 og 06-669. Var hann jafnframt dæmdur besti hrútur keppninnar.
2. Lamb nr. 497 frá Vatni í Haukadal. Undan Hnall 08-084 og 06-247.
3. Lamb nr. 10 frá Klifmýri á Skarðsströnd. Undan Planka 08-467 og 09-771.
4. Lamb nr. 27 frá Hjarðarholti í Laxárdal. Undan Raft 05-966 og 01-025.
5. Staur nr. 5 frá Hallsstöðum á Fellsströnd. Undan Geir 05-226 og Snúru 06-646.

Kollóttir lambhrútar

1. Lamb nr. 49 frá Dunki í Hörðudal. Undan Vöðva 06-820 og 05-626
2. Lamb nr. 169 frá Sauðafelli í Miðdölum. Undan Brodda 07-824 og 07-755.
3. Lamb nr. 169 frá Hornstöðum í Laxárdal. Undan Vöðva 06-820 og 07-008.
4. Lamb nr. 703 frá Neðri-Hundadal í Miðdölum. Undan Undra 05-818 og 06-065.
5. Lamb nr. 55 frá Stórholti í Saurbæ. Undan Neista 06-822 og Krullu 08-897.

Mislitir og ferhyrndir lambhrútar

1. Lamb nr. 23 frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal. Undan Skugga-Sveini 07-482 og Ellu 04-040. Mórauður, hyrndur.
2. Lamb nr. 366 frá Klifmýri á Skarðsströnd. Undan Grábotna 06-833 og 08-696. Grár, hyrndur.
3. Lamb nr. 264 frá Vatni í Haukadal. Undan 07-096 og 06-221. Bíldóttur, hyrndur.
4. Lamb nr. 806 frá Magnússkógum III í Hvammssveit. Undan Gorbadjóv 09-105 og 09-913. Golsóttur, hyrndur
5. Lamb nr. 15 frá Magnússkógum III í Hvammssveit. Undan Klassa 09-196 og Brúðu 07-240. Svartur, hyrndur.

Bestu ær Dalasýslu fæddar 2005

1. Ær nr. 05-513 frá Háafelli í Miðdölum. Undan Erp 01-919 og 03-363. Heildareinkunn 116,4.
2. Ær nr. 05-181 frá Lambeyrum í Laxárdal. Undan Trukk 04-511 og 03-965. Heildareinkunn 113,7.
3. Ær nr. 05-612 frá Svarfhóli í Laxárdal. Undan Erp 01-919 og 02-250. Heildareinkunn 113,6.
4. Ær nr. 05-608 frá Dunki í Hörðudal. Undan Erp 01-919 og 01-130. Heildareinkunn 113,4.
5. Rólynd 05-157 frá Klifmýri á Skarðsströnd. Undan Álf 03-960 og Björt 01-692. Heildareinkunn 112,5

Prjónasamkeppni

1. Aldís Ósk Sigvaldadóttir kaupakona á Gillastöðum í Laxárdal fyrir vettlinga.
2. Gróa Dal í Búðardal fyrir samfesting.
3. Elva Björk Jónmundsdóttir í Arnþórsholti í Lundareykjadal fyrir kjól.

Íslandsmeistaramót í rúningi.

1. Julio Cesar Gutierrez á Hávarsstöðum í Leirársveit.
2. Þórarinn Bjarki Benediktsson á Breiðavaði í Langadal.
3. Jóhann Hólm Ríkarðsson í Gröf í Laxárdal
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei