Opnun Nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Það er með mikilli ánægju sem við bjóðum ykkur að vera við opnun Nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs Dalabyggðar, miðvikudaginn 30. mars nk. kl.16:00 að Miðbraut 11, 370 Búðardal. Það var um mitt ár 2020 sem byrjað var að leggja drög að stofnun setursins og nú er komið að því að opna það fyrir frumkvöðlum, námsmönnum og öðrum hugmyndaríkum einstaklingum sem geta …

Nokkur orð um verkefnið Brothættar byggðir

DalabyggðFréttir

Brothættar byggðir er verkefni á vegum Byggðastofnunar og samstarfsaðila víða um land. Það hófst á Raufarhöfn 2012. Alls hefur verkefnið náð til 12 byggðarlaga á árunum 2012-2021 og á fyrstu mánuðum 2022 er það að hefjast á Stöðvarfirði og í Dalabyggð. Verkefninu er ætlað að nýtast þeim byggðarlögum sem hafa glímt við langvarandi fólksfækkun og gjarnan hefur fækkun íbúa fylgt …

Styttri opnun bókasafns 24. mars

DalabyggðFréttir

Við bendum á að fimmtudaginn 24. mars nk. verður opnunartími Héraðsbókasafns Dalasýslu aðeins styttri, eða til kl.15:00 í stað 17:30. Venjulegur opnunartími er eftirfarandi: Þriðjudagar kl. 12:30-17:30 Fimmtudagar kl. 12:30-17:30 Bókasafnið er lokað beri almenna frídaga upp á opnunardaga.

Íbúaþing í Dalabyggð – 26. og 27. mars nk.

DalabyggðFréttir

UM ÍBÚAÞINGIÐ Dagana 26. og 27. mars nk. er íbúum, fjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum samfélagsins í Dalabyggð boðið til íbúaþings. Með þinginu hefst verkefnið Brothættar byggðir í Dalabyggð. Þeir sem mæta sjá alfarið um að móta umræðuefni og stefnu þingsins, því íbúar og þeirra hagsmunir eru kjarninn í verkefninu. Þess vegna hvetjum við fólk á öllum aldri til að mæta …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 216. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 216. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, mánudaginn 21. mars 2022 og hefst kl. 16:30. Dagskrá: Almenn mál 1. 1909009 – Trúnaðarbók sveitarstjórnar   18.03.2022 Kristján Sturluson, sveitarstjóri.   Bendum á að fundurinn er aukafundur og er lokaður.

Móttaka háls-, nef- og eyrnalæknis

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal mánudaginn 21. mars n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450

Ungmennaráð fundar 23. mars nk.

DalabyggðFréttir

Ungmennaráð kemur saman á fundi miðvikudaginn 23. mars nk. kl.15:30 í fundarsal á 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal (Miðbraut 11). Fundurinn fer fram eins og hefðbundinn sveitarstjórnarfundur, þ.e.a.s. hann er opinn áheyrendum en aðeins fulltrúar í ráðinu tjá sig á fundinum. DAGSKRÁ:  Íþróttastarf grunnskóla Brothættar byggðir (íbúaþing) Stefna starfsársins Fréttir frá Ungmennaþingi Vesturlands Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fundað með sveitarstjórn

Soprhirða 14. mars – frestast vegna veðurs

DalabyggðFréttir

Í dag, 14. mars var áætlað að tæma grænu og brúnu tunnurnar  sunnan Búðardals og grænu tunnurnar í Búðardal. Vegna veðurs frestast það og von er til að hægt verði að ganga í það á morgun.