Árshátíð Auðarskóla haldin með glæsibrag

DalabyggðFréttir

Í gær, fimmtudaginn 30. mars, var árshátíð Auðarskóla haldin í Dalabúð með glæsibrag fyrir fullum sal.
Nemendur hafa eytt mörgum dögum og mikilli vinnu í árshátíðina sína og sást það svo sannarlega.

Sýnd voru fjögur leikrit þar sem nemendur lögðu hönd á plóg með ýmsum hætti, sem leikarar, tæknimenn, sviðsmenn, við búningahönnun og leikmyndagerð, svo eitthvað sé nefnt.
1. bekkur sýndi Rauðhettu, 2.-4. bekkur Kardimommubæinn, 5.-7. bekkur sýndi Þrymskviðu og 8.-10. bekkur söngleikinn Grease. 

Dalabyggð óskar nemendum, kennurum og öðrum sem komu að árshátíðinni til hamingju með frábærar sýningar.


(1. bekkur – Rauðhetta)


(2.-4. bekkur – Kardimommubærinn)


(5.-7. bekkur – Þrymskviða)


(8.-10. bekkur – Grease)

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei