Nýtt sorphirðudagatal – 2022

DalabyggðFréttir

Nýtt sorphirðudagatal, fyrir árið 2022, hefur verið samþykkt og er á leið í dreifingu, þangað til það berst heimilum verður hægt að nálgast það hér á heimasíðu Dalabyggðar. Þá viljum við benda á að með dagatalinu munu berast ný klippikort fyrir aðgang að endurvinnslustöðinni að Vesturbraut 22 í Búðardal. Vegna þess að klippikort hafa ekki borist íbúum munu kortin fyrir …

Tilkynning frá heilsugæslustöðinni Búðardal

DalabyggðFréttir

Covid-19 bólusetning verður næst í boði í Búðardal fimmtudaginn 6. janúar 2022. Bólusett verður með Pfizer bóluefni í sjúkrabílaskýlinu við heilsugæsluna (Gunnarsbraut 2, 370 Búðardal). Þau sem hafa hug á að fá bólusetningu þennan dag þurfa að hafa samband í síma 432 1450 fyrir áramót til að skrá sig á bólusetningarlistann – opnunartími virka daga er kl. 9-15 / á …

Flugeldasýningu og brennu aflýst

DalabyggðFréttir

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu og gildandi reglugerðar verður ekki af flugeldasýningu og áramótabrennu í ár. Við beinum því til íbúa sem hyggjast skjóta sjálfir upp flugeldum að safnast ekki saman í hópa, halda fjarlægð við þá sem ekki eru jólakúlunni þeirra og viðhafa grímunotkun þar sem því verður ekki við komið. Klárum árið saman eftir settum reglum og tilmælum. …

Aukalosun á grænum tunnum 27. desember

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 27. desember nk. er stefnt að aukalosun á grænum tunnum (endurvinnsla) í Dalabyggð. Við biðjum íbúa um að hafa þetta í huga og koma allri endurvinnslu út í tunnur fyrir losunardag. Þessi aukalosun er bæði vegna þess auka magns sem fellur til af endurvinnanlegum umbúðum kringum hátíðirnar en einnig til að afstilla sorphirðu fyrir nýja tíðni eftir áramót þar …

Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032 – Kynning tillögu á vinnslustigi

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 11. nóvember sl. að kynna vinnslutillögu að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032. Tillagan er sett fram í greinargerð, umhverfismatsskýrslu og uppdrætti (sjá hér fyrir neðan). Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin og senda umsagnir, ef einhverjar eru,  til skipulagsfulltrúa á netfangið skipulag@dalir.is fyrir 18. janúar 2022. Ábendingar má einnig senda …

Aukalosun á grænum tunnum 27. desember

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 27. desember nk. er stefnt að aukalosun á grænum tunnum (endurvinnsla) í Dalabyggð. Við biðjum íbúa um að hafa þetta í huga og koma allri endurvinnslu út í tunnur fyrir losunardag. Þessi aukalosun er bæði vegna þess auka magns sem fellur til af endurvinnanlegum umbúðum kringum hátíðirnar en einnig til að afstilla sorphirðu fyrir nýja tíðni eftir áramót þar …

Töf á hundahreinsun

DalabyggðFréttir

Borist hafa spurningar um tafir á hundahreinsun. Ástæða þess að hundahreinsun hefur tafist er að lyfið er ófáanlegt. Vonir standa þó til þess að það komi fyrir jól, tilkynnt verður um þegar það kemur.

Bókasafnið lokað á Þorláksmessu

DalabyggðFréttir

Hérðasbókasafn Dalasýslu verður lokað 23. desember nk. (Þorláksmessu). Opið er aðra daga samkvæmt venju. Opnunartímar: Þriðjudagar kl. 12:30-17:30 Fimmtudagar kl. 12:30-17:30