Sumarlokun skristofu Sýslumannins á Vesturlandi í Búðardal

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður lokuð frá 7. maí til 7. júní nk. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 8. júní. Á vefsíðunni Sýslumenn.is má meðal annars finna netföng starfsmanna eftir málaflokkum og opnunartíma annarra skrifstofa og útibúa á Vesturlandi.

Af fundi um félagsheimili í Dalabyggð: Árblik og Dalabúð

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 5. maí hélt menningarmálanefnd Dalabyggðar samráðsfund vegna félagsheimila í Dalabyggð. Um er að ræða tvo fundi, fundurinn í gær fjallaði um Árblik og Dalabúð og í kvöld verður fundur vegna Tjarnarlundar og Staðarfells. Slóð á Teams-fund vegna Tjarnarlundar og Staðarfells (6. maí): Teams-fundur Fundinum verður einnig streymt á YouTube-síðu Dalabyggðar: Dalabyggð TV Upptöku af fundinum 5. maí má nálgast …

Fundir um félagsheimili í Dalabyggð – 5. og 6. maí

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd heldur tvo fundi um félagsheimili í Dalabyggð í samstarfi við menningarfulltrúa SSV dagana 5. og 6. maí nk. Vegna sóttvarnaráðstafana verða fundirnir haldnir í fjarfundi gegnum Microsoft Teams. Hlekki á fundina má finna hér fyrir neðan. Fundinum verður einnig streymt á YouTube síðu Dalabyggðar, Dalabyggð TV. Á fundunum verður farið yfir skipulag og rekstur hvers félagsheimilis og umræður um …

Truflanir á köldu vatni

DalabyggðFréttir

Komið gæti til truflana á köldu vatni á Sunnubraut og Búðarbraut eftir hádegi þriðjudaginn 4. maí vegna viðhalds.  

Vegna grenndarstöðva frístundahúsa

DalabyggðFréttir

Að gefnu tilefni vill sveitarfélagið benda á að kör fyrir sorp á grenndarstöðvum frístundahúsa eru aðeins fyrir almennt sorp (heimilisúrgang). Sé um annars konar sorp eða úrgang að ræða (s.s. timbur, brotajárn eða spilliefni), skal skila því á endurvinnslustöðina að  Vesturbraut 22, 370 Búðardal. Eigendur frístundahúsa eiga að hafa fengið klippikort sent í pósti sem hægt er að nota við …

Hjólað í vinnuna 2021 hefst 5. maí

DalabyggðFréttir

Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“. Markmið verkefnisins er að huga að daglegri hreyfingu ásamt því að vekja athygli á virkum ferðamáta og eru hjólreiðar bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti. Hjólreiðar eru frábær útivist, hreyfing og líkamsrækt. Munum bara að …

Matvælastofnun biður um tilkynningar um dauða villta fugla

DalabyggðFréttir

Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast í sveitarfélaginu, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á vef stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja …

Handverkshópurinn Bolli opnar eftir endurbætur

DalabyggðFréttir

Handverkshópurinn Bolli í Búðardal hefur nýtt veturinn í að hressa upp á húsnæðið sitt. Verslunin var öll tekin í gegn, gólfefni, innréttingar og rýmið endurskipulagt.  Lopapeysurnar vinsælu hafa fengið heiðurssess í versluninni, og nú er auðveldara að skoða þær og velja úr. Einnig var komið upp kósíhorni fyrir þá félagsmenn sem eru á staðnum hverju sinni, þar sem er hægt …

Tómstundastyrkir fyrir börn og ungmenni

DalabyggðFréttir

Vakin er athygli á að til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinum 3 til 18 ára greiddan þarf að skila greiðslukvittun til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. maí fyrir vorönn og 15. desember fyrir haustönn. Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni – reglur Umsókn um tómstundastyrk

Ársreikningur Dalabyggðar 2020

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl sl. var ársreikningur Dalabyggðar 2020 tekinn til fyrri umræðu. Rekstri er skipt í A og B hluta. Í A hluta er rekstur málaflokka og þjónusta við íbúa sveitarfélagsins sem er fjármögnuð með skatttekjum og þjónustugjöldum. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki og rekstrareiningar sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru fjármagnaðar með þjónustutekjum …