Fréttir af framkvæmdum hjá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Í sumar hefur verið unnið að ýmiskonar viðhaldi í grunnskólanum. Hluti þess eru úrbætur í kjölfar úttektar Verkís síðasta vetur. Á Silfurtúni er endurnýjun á sameiginlegu baðherbergi langt komin og mun bæta aðstöðu íbúa og starfsfólks til muna.

Gatnahönnun í Iðjubraut og botnlanga frá Lækjarhvammi er langt komin og stefnt að útboði á jarðvegsskiptum á næstu vikum. Að auki verður unnið að stofnlögnum vatns- og fráveitu að nýjum lóðum. Það er greinilega áhugi á lóðum og vonandi er stutt í byggingu fleiri íbúðarhúsa í Búðardal.

Ný kaldavatnslögn var plægð frá stofnlögninni af Svínadal heim að Laugum í sumar og verður hún tengd í haust.

Um áramótin síðustu staðfesti sveitarfélagið pöntun á hreinsistöð fyrir skólp sem kemur væntanlegur í haust. Bráðum hefst undirbúningur fyrir neðan Búðarbraut þar sem skólp hefur hingað til runnið óhreinsað í sjó.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei