Á hjúkrunarheimilinu Fellsenda er laus störf við ræstingar og í eldhúsi. Hjúkrunarheimilið Fellsendi – afleysing í ræstingar Óskað eftir starfsmanni í afleysingar í ræstingar til 1. febrúar 2022. Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um starfið veitir Jóna Guðrún deildarstjóri á netfangið jonagudrun@fellsendi.is eða í síma 434-1230. Hjúkrunarheimilið Fellsendi – starf í …
Tungugröf á Ströndum – sögurölt
Hin sívinsælu sögurölt halda áfram og á fimmtudagskvöldið kl. 20, verður rölt í Tungugröf við Steingrímsfjörð á Ströndum. Öll eru þar hjartanlega velkomin og aðgangseyrir er enginn. Tungugröf er eyðibýli sem stóð við Tungugrafarvoga, rétt sunnan við vegamót Innstrandavegar og Djúpvegar þar sem hann kemur niður af Arnkötludal við Hrófá. Þar er um margt að ræða og einnig verður rölt …
Miðskógur í Miðdölum – Sögurölt
Fimmtudaginn 15. júlí verður sögurölt um Miðskóg í Miðdölum og hefst á hlaðinu í Miðskógi kl. 20. Röltið er um einn og hálfur kílómeter, en að hluta til á fótinn. Sagt verður frá fyrrum íbúum í Miðskógi, skoðaður stekkur, hugleiðingar um gaddavír, notið útsýnis og fleira. Sögurölt er samstarfsverkefni Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna. Allir eru velkomnir í sögurölt, …
Sumarlokun á skrifstofu Dalabyggðar
Við minnum á: Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð 12.-16. júlí og 3.-6. ágúst vegna sumarleyfa. Á þessum tíma er hægt að senda tölvupóst á dalir@dalir.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri. Skrifstofan er opin frá kl.9-13 fimmtudaginn 8. júlí og föstudaginn 9. júlí nk. áður en sumarlokun tekur gildi.
Rafmagnstruflanir norðan Skarðsheiðar
Rafmagnstruflanir verða norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrar og Snæfellsnes. Þar með talið alla þéttbýlisstaði, s.s. Borgarnes, Bifröst, Hvanneyri, Grundarfjörð, Stykkishólm, Ólafsvík, Hellissand, Rif og Arnarstapa 05.07.2021 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna prófana í aðveitustöð að Vatnshömrum. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Verklag vegna vinnu nærri ljósleiðara
Að gefnu tilefni er landeigendum og öðrum sem hyggja á jarðrask nærri ljósleiðara Dalaveitna bent á leiðbeiningar um verklag sem hefur verið sett inn á undirsíðu veitunnar. Viðgerð á skemmdum ljósleiðara er kostnaðarsöm og veldur truflunum fyrir notendur kerfisins. Með samráði við fulltrúa Dalaveitna er hægt að koma í veg fyrir slíkt og sé öllum leiðbeiningum fylgt er framkvæmdaraðili ekki …
Dagur hinna villtu blóma
Miðvikudaginn 23. júní kl. 20 verður Dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur með gönguferð í nágrenni Sævangs. Mæting er kl. 20 og farið verður hægt yfir. Hafdís Sturlaugsdóttir verður leiðsögumaður. Gönguferðin er hluti af sögurölti Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum. Allir eru velkomin í gönguna og hægt verður að fá vöfflur og kakó í Sævangi á eftir. Slóð á …
Deiliskipulag fyrir Haukabrekku í Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 20. maí 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi sem nær til hluta Haukabrekku í Stóra-Langadal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af Stóru-Langadalsá til vesturs og brekkurótum Grásteinsfjalls að austan og nær yfir bæjarstæði Haukabrekku og nánasta umhverfi þess. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið með sjö frístundalóðum frá 1999 …
Rotþróahreinsun 2021
Í Dalabyggð eru rotþrær hreinsaðar á þriggja ára fresti. Í ár, 2021, mun hreinsun fara fram í Laxárdal, Saurbæ og Skarðsströnd og hefst verkið 28. júní, áætlað er að því ljúki á tveimur vikum. Kostnaður við rotþróahreinsun er innheimtur með fasteignagjöldum. Dalabyggð vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun s.s. gæta að merkingum rotþróa t.d. með veifum …
Timbur- og járnagámar í dreifbýli
Timbur- og járnagámar verða aðgengilegir í dreifbýli Dalabyggðar, viku í senn, eins og síðustu ár. Gámarnir verða settir á hvern stað á fimmtudegi og munu standa í um viku þar til þeir verða færður á næsta stað fimmtudeginum á eftir. Tímsetningar og staðsetning gáma: frá til Svæði Staðsetning 24.jún 30.jún Skógarströnd Straumur 24.jún 30.jún Skógarströnd Bíldhóll 24.jún 30.jún Hörðudalur Blönduhlíð …