Sorphreinsun frestað

DalabyggðFréttir

Sorphreinsun sem áætluð var í vikunni verður því miður frestað vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Við bendum íbúum á að hægt er að fara með flokkað sorp á Endurvinnslustöðin í Búðardal sem er staðsett að Vesturbraut 22, 370 Búðardal og er opin:

þriðjudagar 14 18
fimmtudagar 14 18
laugardagar 10 14

Á endurvinnslustöðinni er tekið á móti eftirfarandi flokkum úrgangs í gáma:

 • Almennur blandaður (óflokkaður) úrgangur
 • Endurvinnsluúrgangur, s. s. pappa, pappír og plast
 • Raf‐ og rafeindatæki, s. s. kælitæki, ísskápar, rafeindatæki, sjónvörp, skjáir
 • Spilliefni, s. s. olíuvörur, leysiefni, málning, rafgeymar, rafhlöður
 • Timbur ‐ ómeðhöndlað / hreint
 • Timbur ‐ meðhöndlað
 • Málmur, brotajárn
 • Steinefni, s. s. grjót, steypubrot, gler, postulín
 • Hjólbarðar
 • Heyrúlluplast
 • Ökutæki
 • Nytjahlutir
 • Fata‐ og klæðaefni

Einnig eru þar lúgur fyrir plast, pappa og málm aðgengilegar allan sólarhringinn.

Beðist er velvirðingar á þessum töfum.

 • Var efni síðunnar hjálplegt?
 • Nei