Sveitarstjórn Dalabyggðar – 195.fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 195. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 10. september 2020 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál   1. 2005034 – Fjallskil 2020   2. 2005003 – Breytingar á verslun Samkaupa í Búðardal   3. 2008005 – Málefni Auðarskóla   4. 1912011 – Byggðasafn Dalamanna – Staðarfell   5. 1911028 – Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð   …

Lokað á skrifstofu sýslumanns vegna veikinda

DalabyggðFréttir

Í dag, 8.september er lokað á skrifstofu útibús sýslumanns í Búðardal vegna veikinda. Ef erindi þarfnast brýnna úrlausna má hafa samband á netfangið vesturland@syslumenn.is eða í síma 458-2300. Við bendum á að upplýsingar um þjónustu, gjaldtöku, eyðublöð og útgefin leyfi má finna á vefsíðunni www.syslumenn.is

Rafmagnsbilun á Fellsstrandarlínu við Svínaskóg

DalabyggðFréttir

Rafmagnsbilun er á Fellsstrandarlínu við Svínaskóg. Unnið er að viðgerð og vonast er að rafmagn komi á eftir ca. 2 klst. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Rafmagnsleysi á Saurbæjarlínu, Fellsströnd, Skarðsströnd og Saurbæ

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður á Saurbæjarlínu,Fellsströnd, Skarðsströnd og Saurbær mánudaginn 07.09.2020 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna vinnu við háspennukerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

Hérna er verið að stilla upp fyrir Sviðaveislu í Dalabúð en veislan er fyrir löngu orðin landsfræg.

Tilkynning frá FSD

DalabyggðFréttir

Stjórn FSD hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa árlegri sviðaveislu, grilli og balli vegna COVID-19. Hérna fyrir neðan má lesa tilkynningu stjórnar FSD: Okkur í stjórninni þykir miður að tilkynna þá ákvörðun sem við höfum tekið varðandi haustfagnaðinn. Stjórinni þykir það eina rétta í stöðunni að blása af sviðaveisluna, grillveisluna og ballið vegna Covid-19 veirunnar. Þetta var allt komið í …

Könnun um námsaðstöðu

DalabyggðFréttir

Fræðslunefnd Dalabyggðar vill kanna áhuga á námsaðstöðu í sveitarfélaginu. Þessi könnun er hugsuð fyrir fullorðna einstaklinga (frá 18 ára aldri) sem búa í Dalabyggð. Verið er að skoða áhuga á uppsetningu námsaðstöðu innan Dalabyggðar og mögulegt fyrirkomulag. Upplýsingar þessar verða einungis notaðar innan skrifstofu og einstaka nefnda sveitarfélagsins og fara ekki í almenna dreifingu. Svör úr könnuninni verður ekki hægt …

Laust starf: Skólastjóri Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Laust er til umsóknar embætti skólastjóra Auðarskóla í sveitarfélaginu Dalabyggð. Skólastjóri ber faglega ábyrgð á starfsemi skólans og hefur forystu um að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að og eflir áhuga nemenda á námi og að þeir nái sem bestum árangri á öllum sviðum skólastarfsins. Stefnt er að ráðningu í stöðuna frá og með 1. nóvember næstkomandi eða eftir samkomulagi. Helstu …

Íþrótta- og tómstundastefna til umsagnar

DalabyggðFréttir

Fræðslunefnd Dalabyggðar hefur unnið tillögu að íþrótta- og tómstundastefnu. Óskað er eftir umsögnum og ábendingum sem sendist á netfangið dalir@dalir.is ekki síðar en 21. september nk. Tillöguna má nálgast hér: Íþrótta og tómstundastefna – Drög til umsagnar

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára

DalabyggðFréttir

Unglingar 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og umsóknareyðublöð má finna hér:       Reglur       –       Eyðublað Umsóknir berist til skrifstofu Dalabyggðar eða á netfangið dalir@dalir.is. Fylla þarf út umsóknareyðublað, senda með afrit af húsaleigusamningi og staðfestingu á skólavist. Umsókn skal berast fyrir 15. þess mánaðar sem …

Nýtt fyrirkomulag í sorphirðu

DalabyggðFréttir

Nú stendur yfir útboð á sorphirðu í Dalabyggð. Í útboðinu felst meðal annars að á næsta ári verður tekið upp nýtt sorphirðukerfi í Dalabyggð, svokallað þriggja tunnu kerfi sem á að tryggja skilvirkari flokkun. Í þéttbýli munu verða settar upp tvær sorptunnur til viðbótar þeim sem fyrir eru.  Í dreifbýli verða settar upp þrjár tunnur við hvert heimili og lögbýli. …