Álagningu fasteignagjalda (fasteignaskattur, lóðarleiga, vatnsgjald, sorpgjald, fráveita og rotþróargjald) er lokið og hafa álagningarseðlar verið birtir á Ísland.is. Fyrir þá sem greiða upp fasteignagjöldin fyrir 15. febrúar er 3% staðgreiðsluafsláttur. Álagningarseðlar verða ekki sendir á pappír. Athugið að upphæðir má sjá í íbúagátt en greiðsluseðlar birtast inni á „Mínar síður“ á Ísland.is. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 202. fundur
FUNDARBOÐ 202. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 11. febrúar 2021 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2008010 – Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit 2. 2012019 – Umsókn um framkvæmdaleyfi – skógrækt, Selárdalur 3. 1806012 – Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar 4. 2011012 – Menningarmálanefnd – erindisbréf 5. …
Álagning fasteignagjalda
Álagningu fasteignagjalda (fasteignaskattur, lóðarleiga, vatnsgjald, sorpgjald, fráveita og rotþróargjald) er lokið og hafa álagningarseðlar verið birtir á Ísland.is. Fyrir þá sem greiða upp fasteignagjöldin fyrir 15. febrúar er 3% staðgreiðsluafsláttur. Álagningarseðlar verða ekki sendir á pappír heldur aðeins birtir á Ísland.is. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan í tölvupósti eða útprentaðan geta sent beiðni um slíkt á dalir@dalir.is …
Laust starf: Félagsleg heimaþjónusta
Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu. Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Karlar jafnt sem konur eru hvattar til að sækja um. Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma …
Trjágróður við lóðamörk
Trjágróður sem vex út fyrir lóðamörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir vegfarendur. Húseigendur skulu gæta þess að gróður haldist innan lóðamarka og valdi ekki truflun á umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Þegar trjágróður vex út yfir lóðamörk er sveitarfélaginu heimilt að fjarlægja gróður við götur, gangstíga eða opin svæði sem veldur truflunum eða óprýði, á kostnað lóðarhafa …
Háls-, nef og eyrnalæknir
Þórir Bergmundsson háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal mánudaginn 15. febrúar nk. Tímapantanir eru á opnunartíma frá kl. 9:00 til kl. 15:00 í síma 432 1450
Atvinnuráðgjafi SSV til viðtals 4. febrúar – úrræði fyrirtækja vegna COVID-19
Fimmtudaginn 4. febrúar n.k. verður Ólafur Sveinsson, atvinnuráðgjafi SSV til viðtals í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar frá kl. 13:00 til 15:00. Við viljum hvetja atvinnurekendur í Dalabyggð sérstaklega til að nýta sér viðveru atvinnuráðgjafa þennan dag til að fara yfir úrræði stjórnvalda til handa fyrirtækjum vegna COVID-19 og fá ráðgjöf þar um. Atvinnuráðgjafar SSV hafa verið að setja sig inn í …
Laus störf: Þjálfarar og leiðbeinendur hjá íþróttafélögum í Dalabyggð
Íþróttafélögin í Dalabyggð auglýsa eftir einstaklingum í eftirfarandi verkefni fyrir sumarið 2021: Frjálsíþróttaþjálfari. Er með æfingar tvisvar í viku í júní, júlí og ágúst. Hjálpar til við að halda þrjú kvöldmót. Fótboltaþjálfari. Er með æfingar tvisvar í viku í júní, júlí og ágúst. Leiðbeinendur á leikjanámskeiði. Tvær stöður. Eru með leikjanámskeið í þrjár vikur, mán- fim. Hefur hingað til verið frá …
Eftirlitsáætlun 2021 fyrir Eldvarnaeftirlit Dalabyggðar
Samkvæmt 20. gr. reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017 skal slökkviliðsstjóri gefa út eftirlitsáætlun eldvarnaeftirlits fyrir 1.febrúar ár hvert þar sem gerð er grein fyrir því hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi munu sæta eldvarnaeftirliti það árið. Árið 2021 munu nokkur fyrirtæki og stofnanir eiga von á heimsókn frá eldvarnaeftirliti. Hér má finna lista yfir þau fyrirtæki. Að auki mega …
Dagur kvenfélagskonunnar 1.febrúar
Dagur kvenfélagskonunnar er 1. febrúar. Dalabyggð óskar sínum frábæru kvenfélagskonum til hamingju með daginn. Með þökk fyrir þeirra framlag til sveitarfélagsins. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár.