Söfnun og flutningur á dýrahræjum í Dalabyggð – útboð

Kristján IngiFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í söfnun og flutning á dýrahræjum í sveitarfélaginu.  Um er að ræða hræ af búfénaði sem sótt eru reglulega til þeirra aðila í sveitarfélaginu sem eru með skráðan bústofn.  Fyrirhugað er að gera þriggja (3) ára samning við einn verktaka um framkvæmd verksins frá 01.01.2022.

Nánari upplýsingar um verkið og tilboðsgerð má nálgast á skrifstofum Dalabyggðar og með því að senda póst á netfangið kristjan@dalir.is til 18.10.2021.

Kynningarfundur fyrir áhugasama bjóðendur verður í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal 11.10.2021 kl. 13:00.  Áhugasamir skulu tilkynna komu sína á kynninguna með tölvupósti á kristjan@dalir.is eigi síðar en 10.10.2021.

Gert er ráð fyrir að tilboð í verkið verði opnuð 20.10.2021 klukkan 13:00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

Skrifstofur Dalabyggðar eru opnar alla virka daga frá 9:00 – 13:00.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei