Slökkvibíll til sölu – SELDUR

DalabyggðFréttir

Bíllinn er seldur! uppfært 11. október 2021.

Til sölu hjá Dalabyggð er slökkvibíll af gerðinni Magirus Deutz (IVECO) 232 D 17 FA, 4X4 árgerð 1982 ekinn 57.400 km.
Bíllinn er búinn að vera í eigu Slökkviliðs Dalasýslu frá 1997, innfluttur frá Þýskalandi.
Í bílnum er 5.000 lítra vatnstankur og 500 lítra froðutankur.
Dælugeta er 2.800 L/min. við 8 bör og 250 L/min. við 40 bör.
Stór vatnsbyssa (monitor) er á bílnum sem hægt er að stjórna handvirt á toppi bílsins eða fjarstýrt úr stýrishúsi  og með fjarstýringu að utan.
Allar stýringar fyrir dælu og kerfi tengt því er sjálfvirkt.
Flestir kranar eru með loftlokum.
Bíllinn hefur alla tíð staðið inni í upphituðu húsnæði.
 

Bíllinn er í sæmilegu ástandi en þörf er á einhverju viðhaldi á einu og öðru. Verð 950.000 kr. 

Sjá myndir hérna neðar.

Nánari upplýsingar veitir slökkviliðsstjóri Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda, Ívar Örn Þórðarson í síma 855 1685 eða á netfangið slokkvilid@dalir.is

 

Nánari upplýsingar:

Framleiðandi: Magirus Deutz
Tegund: F 232 D 17FA
Árgerð: 1982 
Sæti: 3 = Bílstjóri og tveir farþegar.
Eigin þyngd: 9.600 kg.
Heildar þyngd: 17.000 kg.  
Lengd: 7 m. Breidd: 2,5 m
Vél: Slagrými 11.232 cc. 233 hestöfl. Loftkæld.
Drifrás: 2 öxlar, 4X4. Tvöfalt sólað að aftan. Nagladekk.
Vatnstankur: 5.000 lítrar. Froðutankur 500 lítrar (ekki verið í notkun).
Dæla: Rosenbauer. R 280 HN I
Dælugeta: 2.800 l/min við 8 bar. 250 l/min við 40 bar.
20 m háþrýstikefli.
Monitor á þaki. Fjarstýring frá stýrishúsi og tengiboxi við dælu. Einnig hægt að stýra handvirkt. 
Ljósamastur með tveimur kösturum (220 v). Rafstöð fylgir ekki.  

 

Þarfnast viðgerðar:

Dekk eru gömul.
Bremsur að aftan.
Stöðuhemill heldur ekki. 
Loftleki. 
Hjólbarðar komnir á tíma, sólað að aftan.
Vatn lekur frá tanki að dælu. 
Sog til dælinga úr vatnsbóli virkar ekki. 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei