English and Polish below Góðan dag Okkur vantar fleiri íbúa af erlendum uppruna til að taka þátt í íbúakönnun landshlutanna. Ég vil bjóða þér að taka þátt. Skoðanir allra íbúa Íslands skipta miklu máli því horft er til þessarar könnunar í stefnumótun hins opinbera. Hér er hlekkur inn á könnunina: https://www.surveymonkey.com/r/ibuakonnun_2020_bodid Íbúakönnun landshlutanna er á vegum allra landshlutasamtaka á landsbyggðinni, …
Styrkir til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum
Stjórnvöld hafa ákveðið að Framleiðnisjóður verði lagður niðurí lok árs 2020. Stjórnendur Framleiðnisjóðs hafa ákveðið að síðasta úthlutun sjóðsins beinist að grasrótarstarfi bænda og viðleitni þeirra til eflingar atvinnu í sveitum og kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum. Nánari upplýsingar um styrkhæfi verkefna má finna undir flipanum „UM SJÓÐINN“ í kafla 2. …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 196.fundur
FUNDARBOÐ 196. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 28. september 2020 og hefst kl. 20:00 Fundurinn er aukafundur. Dagskrá: 1. 1904034 – Sorphreinsun – útboð 2020 – 2022 26.09.2020 Kristján Sturluson, sveitarstjóri.
Bilun á hitaveituæð 22.sept.
Bilun er á aðalæð hitaveitu Dalabyggðar vatnslaust frá Kringlu og í Búðardal. Unnið er að viðgerð og vonast er að heitt vatn komi á í kvöld. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Viðvera sérfræðinga á Heilsugæslunni í Búðardal
Í september og október verður viðvera heyrnarfræðings, augnlæknis, háls-, nef- og eyrnalæknis og tannlæknis á Heilsugæslunni í Búðardal. Móttaka heyrnarfræðings HTÍ verður miðvikudag – fimmtudag 23. – 24. sept. (heyrnarmæling, heyrnartæki, ráðgjöf, aðstoð og stillingar) – tímabókanir eru í síma 581 3855 Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku fimmtudaginn 1. okt. – tímabókanir eru í síma 432 1450 Þórir Bergmundsson …
Bókasafnið lokað í dag
Í dag, þriðjudaginn 22.september, er Héraðsbókasafn Dalasýslu lokað.
Nýsköpunardagur SSV 2020
Nýsköpunardagur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) verður haldin í Nýsköpunarsetrinu Breiðinni að Bárugötu 8-10 á Akranesi föstudaginn 25. september n.k. Dagskrá hefst kl. 14:00. Að loknum styrkveitingum úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og afhendingu nýsköpunarverðlauna SSV verður stutt kynning á starfsemi þess fyrirtækis sem hlýtur nýsköpunarverðlaunin. Þá verður einnig kynningu á því verkefni sem hlýtur hæsta styrk Uppbyggingarsjóðs að þessu sinni og …
Vegna fjölgun smita af völdum COVID-19
Undanfarna daga hefur smitum innanlands fjölgað svo um munar en 16.september voru greind 19 ný smit vegna COVID-19 og þrjú virk smit á landamærum. Á upplýsingafundi almannavarna í dag voru gefnar út sterkar aðvaranir. Við hvetjum íbúa Dalabyggðar til að viðhafa áfram grundvallarsmitgát. Með því að halda lagi erum við ekki aðeins að vernda okkur sjálf, heldur einnig aðra í …
Hársnyrtir í Búðardal september og október
Hafdís Ösp Finnbogadóttir hársnyrtir, verður í Búðardal dagana 28. – 29. september og aftur 26. – 27. október n.k. Hafdís verður með aðstöðu þar sem Hárstofan hjá Helgu var að Miðbraut 5. Hægt er að panta tíma með því að senda SMS í síma 772-1542 eða í gegnum tölvupóst á osp.hafdis@gmail.com, munið að láta nafn fylgja með.
Hugmynda- og ábendingavefur vegna endurskoðunar aðalskipulags Dalabyggðar
Hér að neðan má nálgast vefsíðu þar sem hægt er að koma á framfæri ábendingum og hugmyndum vegna endurskoðunar aðalskipulagsins. Við hvetjum íbúa Dalabyggðar til að koma á framfæri efni sem hægt er að nota við skipulagsvinnuna á meðan enn er tími til. Hugmynda- og ábendingavefur.