Óskað er eftir tilboðum í verkefnið: Úrgangsþjónusta Dalabyggð – Söfnun og úrvinnsla úrgangs fyrir heimili og stofnanir og rekstur gámastöðvar Dalabyggðar. Verkið felst í söfnun, losun og ráðstöfun úrgangs úr ílátum fyrir óflokkaðan úrgang, flokkaðan úrgang og fyrir lífrænan úrgang. Vertaki skal annast úrgangsþjónustu við öll heimili, stofnanir og sumarhús í sveitarfélaginu, auk tæminga á grenndargámum og rekstur gámastöðvar. Gert …
Uppbyggingarsjóður Vesturlands
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Styrkirnir eru til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Umsóknarfrestur er til og með 24.ágúst 2020. Á vef Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi má finna rafræna umsóknargátt. Kynnið ykkur vel reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Athugið að ekki er verið að veita styrki fyrir menningarverkefni í þessari úthlutun. Fyrir aðstoð við umsóknir má hafa samband við: …
Laus störf: Störf á Silfurtúni
Auglýst eru þrjú störf á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni. Á Silfurtúni eru 13 íbúar og starfsmenn eru um 10. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið verður í störfin frá 25. ágúst eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um störfin veitir Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, netfangið er haflina@dalir.is. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst. Umsóknir á að senda í …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 194.fundur
FUNDARBOÐ fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 13. ágúst 2020 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 1911006 – Uppgjör vegna íbúða Bakkahvamms hses 2. 2007010 – Fjárhagsáætlun 2020. Viðauki V. 3. 2004016 – Endurskoðun á innkaupareglum 4. 2005034 – Fjallskil 2020 5. 1912006 – Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélagas 6. 2008005 – Málefni Auðarsóla Fundargerðir til …
Rekstur mötuneytis dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns
Dalabyggð óskar eftir tilboðum í rekstur mötuneytis dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns. Á heimilinu búa 13 íbúar og starfsfólk er einn til sex á hverri vakt. Um er að ræða fimm máltíðir á sólarhring fyrir íbúa og starfsfólk heimilisins alla daga ársins. Einnig eiga eldri borgarar búsettir í Dalabyggð utan heimilisins kost á að koma í hádegismat eða fá heimsendan mat. …
Ólafsdalshátíð 2020 aflýst
Vegna COVID fjöldatakmarkana hefur verið tekin sú ákvörðun að aflýsa þrettándu Ólafsdalshátíðinni sem halda átti 15. ágúst næstkomandi. Áfram verður þó opið fyrir gesti í Ólafsdal alla daga kl. 12.00-17.00 fram til 15. ágúst, en ekki 16. ágúst eins og áður var áformað.
Rotþróahreinsun
Rotþróahreinsun mun hefjast í kringum 20. ágúst. Þá verður hreinsað í Hörðudal, Miðdölum og Haukadal.
Tjaldsvæðið á Laugum – takmarkanir á fjölda
Frá og með kl. 12:00, 31. júlí gildir eftirfarandi um fjölda á tjaldsvæðinu á Laugum þar til annað er tilkynnt: Gestir mega að hámarki vera 100, börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Tveggja metra nálægðatakmörk eru í gildi á tjaldsvæðinu. Að lágmarki skulu vera 4 metrar á milli tjalda, tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa, campera og húsbíla. …
Héraðsbókasafn Dalasýslu – opnar eftir sumarlokun
Bókasafnið opnar eftir sumarlokun þriðjudaginn 4. ágúst. Bókasafnið verður opið eins og venjulega á þriðju- og fimmtudögum. Fyrstu 2 vikurnar verður opnunartíminn frá kl. 13:30 – 17:30 en eftir það frá kl. 13:00 – 17:30. Minnum á tveggja metra fjarlægðarregluna.