112 dagurinn 2021

DalabyggðFréttir

Hinn árlegi 112 dagur er í dag 11. febrúar.

Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi.

Sjónum er að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda grífurlega á síðasta ári.

Dagurinn markar upphaf vitundarvakningar á vegum 112 um ofbeldi gegn börnum í tengslum við nýja gátt á 112.is um ofbeldi í nánum samböndum.
Þar geta börn og fullorðnir meðal annars átt netspjall við neyðarverði um einstök mál.

Við biðjum íbúa að láta sér ekki bregða þegar viðbragðsaðilar í Dölum viðra tækin og keyra hring um Búðardal með tilheyrandi hljóðum.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei