Öskudagsfjör fyrir börn í 1. – 10. bekk

DalabyggðFréttir

 

Skátafélagið Stígandi og Foreldrafélag Auðarskóla standa fyrir viðburði fyrir hressa krakka í Búðardal á öskudag.

Við byrjum klukkan 12.30 í Dalabúð þar sem við skiptum krökkunum í sömu hópa og þau starfa í í skólanum.
Tvær til þrjár smiðjur verða í boði í Dalabúð þar sem í boði verður andlitsmálning, hljóðfæragerð og skrúðgönguskreytingar.

Hver hópur fer svo í skrúðgöngu til þeirra fyrirtækja sem óska eftir heimsókn okkar, við stöldrum aðeins við fyrir utan en förum ekki inn í fyrirtækin.
Þegar skrúðgöngur koma til baka verða kettir slegnir úr tunnum á skólalóð og reiknum við með að viðburði ljúki upp úr klukkan 15:00

Foreldrar!

Vegna samkomutakmarkana, er fulltrúum foreldra- og skátafélagsins aðeins leyft að koma inn í Dalabúð og sjá þeir um það sem þar fer fram.
Þegar út er komið er foreldrum velkomið að vera með en þeir þurfa sjálfir að passa fjarlægð og nota grímur.

Fyrirtæki!

Ef ykkar fyrirtæki hefur ekki fengið upphringingu frá fulltrúum félaganna má hringja og óska eftir komu okkar.
Við óskum eftir að þið afhendið börnunum gjafirnar með grímu og hanska.
Fulltrúar okkar í göngunum geta líka tekið við gjöfunum og útdeilt þeim til barnanna í hópnum.

Upplýsingar veita:
Katrín í síma: 847 0847
Þórey í síma: 821 1183

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei