Rafmagnsbilun í Glerárskógum og Saurbæ

DalabyggðFréttir

Rafmagnsbilun er í gangi í Glerárskógum og Saurbæ, verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof

Samkomubann framlengt til 4.maí

DalabyggðFréttir

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl næstkomandi fram til 4. maí. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum veldur áhyggjum hve alvarlega veikum einstaklingum sem þurfa á gjörgæslu að halda hefur fjölgað hratt. Ljóst er að frekari …

Frá sveitarstjóra

DalabyggðFréttir

Kæru Dalamenn. Þetta eru undarlegir tímar sem við upplifum núna. Nú er tíminn til að hlúa sérstaklega að hvert öðru og reyna að halda í gleðina og bjartsýnina á meðan við verðum að aðlaga okkur að þessum aðstæðum. Það hefur verið stefna Dalabyggðar frá því að fyrstu fyrirmæli komu vegna COVID-19 að reyna að halda íbúum eins upplýstum og hægt …

Frestun eindaga fasteignagjalda vegna COVID-19

DalabyggðFréttir

Á 190. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var í gær var afgreitt undir 5.dagskrárlið að heimilt yrði að sækja um frestun á eindögum fasteignagjalda vegna þess ástands sem COVID-19 hefur skapað í samfélaginu. Erindið kom til sveitarstjórnar frá byggðarráði sem ályktaði á 242.fundi sínum að leggja það til við sveitarstjórn að hægt yrði að seinka eindögum. Á fundi sveitarstjórnar lagði sveitarstjóri …

Smitrakningar snjallforritið „Rakning C-19“

DalabyggðFréttir

Landlæknir hefur í samstarfi við góða aðila útbúið snjallsímaforrit til að aðstoða við rakningu smita vegna COVID-19 veirunnar. Smitrakning getur verið flókin og kallar á mikinn mannskap ásamt því að erfitt getur reynst fyrir smitaða einstaklinga að rifja upp nákvæmar ferðir sínar. Er forritið hannað með það í huga að auðvelda smitrakningu en slík forrit hafa gefið góða raun m.a. …

Kynning á endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar

Kristján IngiFréttir

Vinna við endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar hófst formlega í byrjun ársins og er hún í höndum Verkís verkfræðistofu. Skipulags- og matslýsing verkefnisins er nú í auglýsingaferli en talsetta yfirferð á verkefninu má finna á YouTube rás Dalabyggðar í formi glærukynningar: Glærur án tals: ASK Dalabyggðar_kynning_lysingar (ID 149239)   Hér að neðan má nálgast vefsjá fyrir ábendingar vegna endurskoðunar aðalskipulagsins. Þar geta íbúar …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 190.fundur

DalabyggðFréttir

  FUNDARBOÐ 190. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 2. apríl 2020 og hefst kl. 13:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2003029 – Ársreikningur Dalabyggðar 2019 – fyrri umræða. 2. 1912005 – Breyting á samþykktum Dalabyggðar – seinni umræða 3. 1806011 – Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar 4. 2003031 – Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19 5. …

Sektir við brotum gegn sóttvarnarlögum og reglum

DalabyggðFréttir

Vegna þeirra aðstæðna sem nú eru í samfélaginu vegna COVID-19 heimsfaraldursins og ákvarðana heilbrigðisráðherra um opinberar sóttvarnarráðstafanir í samræmi við sóttvarnarlög nr.19/1997, sbr. auglýsing nr. 243/2020 og reglur nr. 259/2020, hefur ríkissaksóknari ákveðið að gefa út sérstök fyrirmæli vegna brota á þeim reglum sem þar birtast og varða takmörkun á samkomum, sóttkví og einangrun. Brot gegn reglum heilbrigðisráðherra nr. 259/2020 …