Auglýsing um samþykkt Svæðisskipulags Dala, Reykhóla og Stranda 2018-2030

DalabyggðFréttir

Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar samþykkti þann 26. mars 2018 tillögu að svæðisskipulagi sveitarfélaganna ásamt umhverfisskýrslu, sbr. 25. gr. skipulagslaga og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana. Í svæðisskipulagstillögunni er sett fram sameiginleg framtíðarsýn sveitarfélaganna á þróun landbúnaðar, sjávarnytja og ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja atvinnulíf og byggð. Greind eru tækifæri sem búa í auðlindum og sérkennum svæðisins og …

Heilsuvera.is – Til upplýsingar

DalabyggðFréttir

Heilsuvera.is er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Markmið síðunnar er að koma á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis. Inn á mínum síðum á Heilsuvera.is er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Hægt er að endurnýja föst lyf, bóka …

Háls- nef og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku mánudaginn 30. apríl nk.  Tímapantanir eru í síma  432 1450. Vakin er athygli á að börn yngri en 18 ára, með tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni greiða ekki gjald fyrir komu til sérgreinalæknis. Börn sem sækja þjónustu án tilvísunar greiða hins vegar 30% af kostnaði við þjónustuna þar til greiðslumarki (hámarksgreiðsla …

Tjaldsvæðið í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn hefur samþykkt að semja við Carolin A Baare-Schmidt um rekstur tjaldsvæðisins í Búðardal en hún hefur séð um reksturinn undanfarið ár ásamt Valdísi Gunnarsdóttur. Sveitarstjórn samþykkti á 158. fundi tillögu menningar- og ferðamálanefndar um að bjóða út rekstur tjaldsvæðisins í Búðardal. Auglýst var eftir áhugasömum aðilum í Dalapósti og á vef Dalabyggðar. Tvö tilboð bárust, frá Carolin A Baare-Schmidt …

MS Búðardal – atvinna í boði

DalabyggðFréttir

MS Búðardal óskar eftir áhugasömum einstaklingum til framleiðslustarfa. Um framtíðarstöf er að ræða. Nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson, netfang ludvikh@ms.is og Elísabet Svansdóttir, netfang elisabets@ms.is MS Búðardal framleiðir m.a. Dala-Feta og Dalaosta – gott handbragð úr Dölunum. MS Búðardal

Krabbameinsleit hjá konum

DalabyggðFréttir

Helga Hreiðarsdóttir ljósmóðir verður með móttöku  mánudaginn 23. apríl á heilsugæslustöðinni í Búðardal. Konum sem hafa fengið bréf frá Leitarstöðinni er boðið að panta tíma. Tímapantanir eru í síma  432 1450.

Þakkarbréf Lions

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 10. mars hélt Lionsklúbbur Búðardals kótilettukvöld þar sem einnig var happdrætti og var ákveðið fyrirfram að ágóðinn skyldi skiptast á milli Auðarskóla, Björgunarsveitarinnar Ósk og Slysavarnadeildar Dalasýslu. Söfnuðust tæpar 750.000 kr. og styrktum við þessa þrjá aðlila því um 250.000 kr. hvert. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg bæði með vinnuframlagi, gjöfum og happdrættisvinningum. Þetta …

Hleðsla á slökkvitækjum

DalabyggðFréttir

Lionsklúbbur  Búðardals í samvinnu við Slökkvilið Dalabyggðar gengst fyrir hleðslu á slökkvitækjum.  Tekið verður á móti slökkvitækjum í slökkvi-stöðinni í Búðardal. Móttakan verður opin 12. og 13. apríl á milli kl. 17:00 og 19:00 og  laugardaginn 14. apríl nk. frá 10:00 til kl. 19:00. Verðið er sem hér segir: 2 kg dufttæki og vatnstæki 3.534 kr m/VSK.3.534 kr m/VSK. 6  …

Deiliskipulag í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 20. mars 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið nær yfir Bakka­hvamm, Lækjarhvamm og nýja götu sem fær nafnið Ásuhvammur. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir lóðum fyrir einbýlis-, par- og raðhús. Svæðið er er …

160. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

160. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 17. apríl 2018 og hefst kl. 18.   Dagskrá Almenn mál 1. Sala eigna – Laugar og Sælingsdalstunga. 2. Ársreikningur 2017 3. Íþróttamannvirki í Búðardal   Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Veiðifélag Laxár í Hvammssveit – Aðalfundarboð 5. Veiðifélag Laxdæla – Aðalfundarboð 6. Tjaldsvæðið Búðardal 7. Laugargerðisskóli – eignarhlutur 8. Fjárhagsáætlun 2018 – …