Á fundi sveitarstjórnar 17. apríl sl. var samþykkt að slíta viðræðum við Arnarlón ehf. um sölu á eignum Dalabyggðar m.a. vegna ágreinings um veðröð lána. Fulltrúar Arnalóns ehf. hafa gert athugasemdir við þessa afgreiðslu þar sem um hafi verið að ræða drög að samningum til umræðu en ekki endanlegir samningar til samþykktar eða synjunar. Úr þessu fæst ekki skorið nema …
Framboðsfundur
Framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí verður haldinn fimmtudaginn 17. maí kl. 20 í Dalabúð. Húsið opnar kl. 19:45. Þeir sem hafa áhuga á að vera kosnir í sveitarstjórn Dalabyggðar og vilja taka þátt í fundinum skulu tilkynna þátttöku sína á skrifstofu Dalabyggðar í síma 430 4700 eða á netfangið dalir@dalir.is. Hljóðupptaka af fundinum
Skyndihjálparnámskeið
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi heldur skyndihjálparnámskeið laugardaginn 2. júní kl. 9-16 í Auðarskóla. Leiðbeinandi er Árný Helgadóttir. Það getur skipt sköpum að kunna skyndihjálp þegar á reynir og jafnvel bjargað einstaklingi í neyð. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi Auglýsing PDF
Þörf fyrir íbúðarhúsnæði í Dalabyggð
Sveitarfélagið Dalabyggð óskar á ný eftir upplýsingum frá þeim sem vantar íbúðarhúsnæði, þannig að hægt sé að meta uppsafnaða þörf fyrir húsnæði í sveitarfélaginu. Spurt er um fjölskyldugerð og tekjur, til að meta samhliða þarfir tekjulægri hópa sem gætu átt rétt á búsetu í húsnæði í eigu stéttarfélaga. Ekki er hægt að rekja einstök svör til einstaklinga. Íbúakönnun í Dalabyggð varðandi …
Kjörskrá
Kjörskrá Dalabyggðar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá og með 15. maí næstkomandi. Skrifstofan er opin kl. 10-14 alla virka daga. Ef einhver hefur athugasemdir við kjörskrána skal viðkomandi koma skriflegum athugasemdum á framfæri á skrifstofunni.
Áhugasamir um setu í sveitarstjórn
Þeir sem vilja lýsa yfir áhuga á að starfa í sveitarstjórn Dalabyggðar og láta birta nafn sitt á heimasíðu Dalabyggðar skulu senda tölvupóst á dalir@dalir.is eða koma bréfi á skrifstofu Dalabyggðar sem fyrst. Stutt kynning á frambjóðanda og ljósmynd mega fylgja.
Skrifstofa Dalabyggðar lokuð
Föstudaginn 11. maí lokar skrifstofa Dalabyggðar kl. 12:00 Sveitarstjóri
Jógvan og Pálmi
Jógvan Hansen og Pálmi Sigurhjartarson verða með tónleika í Dalabúð þriðjudaginn 15. maí kl. 20. Á dagskrá eru m.a. lögin hans Jóns í bankanum, Ég er kominn heim, Loksins ég fann þig, Komdu í kvöld, Kvöldsigling, Vertu ekki að horfa og fleiri. Miðaverð er 3.500 kr, selt við innganginn. Auglýsing
Sveitarstjórnarkosningar 2018
Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 26. maí rann út kl. 12 á hádegi laugardaginn 5. maí. Engir framboðslistar bárust kjörstjórn fyrir þann tíma og verða því óbundnar kosningar (persónukjör) í Dalabyggð í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí næstkomandi. Allir kjósendur sveitarfélagsins verða því í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri. Tvær beiðnir um undanþágu bárust kjörstjórn. Frá …
Auðarskóli óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður skólaárið 2018-2019
Við Auðarskóla er laus 77% staða kennara á unglingastigi og 60% staða kennara á miðstigi fyrir skólaárið 2018-2019. Kennsla á unglingastigi í smíðum, ensku og dönsku. Kennsla á miðstigi í stærðfræði, íslensku, dönsku og upplýsingatækni. Mikilvægt er að umsækjendur búi að færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum og góðri íslenskukunnáttu. Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna …