Dvalar-og hjúkrunarheimilið Silfurtún

DalabyggðFréttir

Dvalar-og hjúkrunarheimilið Silfurtún auglýsir eftir starfsmanni á nætuvaktir í 50% starf. Óskað er eftir metnaðarfullum einstaklingum sem vilja leggja sitt að mörkum að gera starfið faglegt og gott með gæði og kærleika að leiðarljósi. Greitt er samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélagi SDS. Skila þarf hreinu sakavottorði, prófskírteinum og starfsleyfum áður en starf er hafið og skuldbindur starfsfólk sig …

Viðburðir á Hótel Eddu Laugum

DalabyggðFréttir

Næstu daga verða fernir tónleikar á Hótel Eddu Laugum; Tómas R. Einarsson og félagar, Hlynur Snær Theodórsson, Svavar Knútur og Jóhanna Ósk Valsdóttir og Bjartur Logi Guðnason. Miðvikudaginn 5. júlí kl. 20:30 heldur Tómas R. Einarsson sína árlegu tónleika ásamt félögunum Ómari Guðjónssyni og hinum eina sanna Mugison. Laugardaginn 8. júlí kl. 21:30 leiðir stórbóndinn og trúbadorinn Hlynur Snær Theodórsson …

Starf í Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Starfskraft vantar í þjónustustörf í Leifsbúð veitingahús í Búðardal í júlí og ágúst. Aldurstakmark er 15 ára og eldri. Upplýsingar veitir Hafliði í síma 823 0100 eða á netfanginu leifsbud@dalir.is.

Réttir og fossar í Haukadal

DalabyggðFréttir

Fimmta kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður fimmtudaginn 6. júlí 2017. Skoðaðar verða tvær lögréttir Haukdælinga og nálægir fossar. Upphaf ferðarinnar er við Kirkjufellsrétt kl. 19 og örganga að Draugafossi. Síðan verður farið á vélknúnum ökutækjum fram að Skarðsrétt. Eitt vað er á leiðinni og skynsamlegt hjá þeim sem eru á minni bifreiðum að sníkja sér far síðasta hlutann. Genginn verður stuttur …

Furðuleikar í Sævangi

DalabyggðFréttir

Sauðfjársetur á Ströndum heldur svo sína árlegu Furðuleika í fjórtánda sinn sunnudaginn 2. júlí og hefjast leikarnir kl. 13. Leikarnir eru hefðbundinn lokapunktur á bæjarhátíðinni Hamingjudögum sem haldnir eru á Hólmavík nú um helgina. Furðuleikarnir snúast um að börn og fullorðnir leiki sér sama í ýmsum skringilegum og skemmtilegum greinum sem eiga sameiginlegt að þær munu aldrei fá viðurkenningu alþjóða …

Tónleikar í Hjarðarholtskirkju

DalabyggðFréttir

Reynir Hauksson verður með einleikstónleika í Hjarðarholtskirkju sunnudaginn 2. júlí kl. 20. Leikin verður flamenco og klassísk tónlist. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Reynir Hauksson – einleikstónleikar FB

Héraðsbókasafn – sumarlokun

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu verður lokað frá 3. júlí til 1. ágúst vegna sumarleyfa. Síðasti opnunardagur fyrir sumarlokun verður fimmtudagurinn 30. júní. Fyrsti opnunardagur eftir sumarlokun verður fimmtudagurinn 3. ágúst. Héraðsbókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-18.

Skrauma

DalabyggðFréttir

Fjórða kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður þriðjudaginn 27. júní kl 19:30 niður með Skraumu í Hörðudal. Upphaf ferðar er á bæjarhlaðinu í Álfatröðum, sem er eyðibýli rétt vestan Skraumu, neðan vegar. Mikilvægt er að að loka hliðinu á eftir sér, það er ekki bara til skrauts. Frá Álfatröðum verður gengið niður með Skraumu til sjávar. Gljúfrin verða skoðuð og annað sem …

Sumarsólstöðutónleikar á Laugum

DalabyggðFréttir

Kristín Lárusdóttir sellóleikari heldur órafmagnaða tónleika miðvikudaginn 21. júní kl. 21 í Gyllta salnum á Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal. Tónlist Kristínar er innblásin af íslenskum tónlistararfi og náttúru. Hún spilar bæði á selló, kveður og notar ýmis rafhljóð. Á tónleikunum mun Kristín koma til með að spila og syngja eigin tónlist, rímur og þjóðlög. Allir eru velkomnir og enginn …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 149. fundur

DalabyggðFréttir

149. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 20. júní 2017 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Kjör oddvita og varaoddvita til eins árs. 2. Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð til eins árs. 3. Veiðifélag Laxdæla – Fundarboð 4. Skólaakstur – Bréf skólabílstjóra Almenn mál – umsagnir og vísanir 5. Íþróttamannvirki í Búðardal 6. Drög að …