Umhverfissjóður Íslenskra fjallaleiðsögumanna

DalabyggðFréttir

Umhverfissjóður Íslenskra fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands.

Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila.

Umsóknafrestur rennur út 10. apríl 2018.

Sjá nánar um reglur sjóðsins á heimasíðu félagsins, fjallaleidsogumenn.is.

  • Umhverfissjóður Íslenskra fjallaleiðsögumanna
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei