Dalabyggð hefur ráðið Bjarnheiði Jóhannsdóttur í hálfa stöðu ferðamálafulltrúa og hefur hún hafið störf. Bjarnheiður hefur undanfarin 9 ár starfað sem verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en þar hefur hún aðstoðað fyrirtæki og frumkvöðla við þróun og markaðssetningu viðskiptahugmynda. Hefur hún m.a. töluverða reynslu af styrkjaumhverfinu á Íslandi og umsóknagerð. Fyrsta verkefni Bjarnheiðar verður tengslamyndun á svæðinu og við aðra í …
Vetraráætlun Strætó
Vetraráætlun Strætó á Vesturlandi hefst 11. september. Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á Strætó.is. Ef óskað er nánari upplýsinga um leiðabreytingar Strætó þá er Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri, talsmaður fyrirtækisins. Netfangið hans er johannesru@straeto.is og síminn er 660 1488.
Skrifstofa Dalabyggðar lokuð
Vegna námskeiðs verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá kl. 12:30 þriðjudaginn 16. ágúst 2016 Sveitarstjóri
Draugasaga í Sævangi
Einleikurinn Draugasaga verður sýndur í Sævangi laugardaginn 13. ágúst. Einleikurinn Draugasaga sem Leikfélag Hólmavíkur setti upp síðastliðið haust verður nú sýndur einu sinni enn á Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð, laugardaginn 13. ágúst kl. 22. Leikritið var sérstaklega skrifað fyrir sýningar í Sævangi og tekur sýningin klukkustund. Áhorfendur kynnast húsdraugnum sem heldur til í Sævangi og hann segir sögur af …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 139. fundur
139. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 16. ágúst 2016 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Sturla á Staðarhóli 2. Viðmiðunarlaun sveitarstjórnarmanna 3. Styrkir til uppbygginar á innviðum fyrir rafbíla 4. Ný lög um almennar íbúðir 5. Fjárhagsáætlun 2016 – Viðauki 2 Almenn mál – umsagnir og vísanir 6. Reglur um launuð námsleyfi starfsmanna Dalabyggðar 7. …
Hörputurn – lífrænn úrgangur
Dalabyggð auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum búsettum í dreifbýli Dalabyggðar til að taka þátt í tilraun með förgun lífræns úrgangs heima. Dalabyggð leggur til svokallaða Hörputurna og sér um að koma þeim fyrir. Þátttakendur flokka lífrænan úrgang skv. leiðbeiningum og setja í turninn í stað þess að fara með hann í sorpgámana. Þátttakendur skila skýrslu eftir tilsettan tíma þar sem meðal …
Skólaakstur
Ein akstursleið er laus til umsóknar nú þegar, það er Haukadalur – Auðarskóli. Um er að ræða akstur fjögurra barna frá þremur bæjum. Um skólaakstur í Dalabyggð gilda reglur um skólaakstur. Greiðslur eru samkvæmt taxta Dalabyggðar. Áhugasamir sendi skriflega umsókn á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 19. ágúst.
Fjártölur vegna fjallskila
Byggðarráð samþykkir að sauðfjáreigendum verði gefinn kostur á að leiðrétta opinberar hausttölur miðað við afföll vetrarins, áður en fjallskil verða lögð á. Sauðfjáreigendur skulu hafa samband við fulltrúa í sinni fjallskilanefnd og tilkynna breytingar. Frestur til að skila inn breytingum er til 25. ágúst. Að öðrum kosti verða hausttölur 2015 notaðar við ákvörðun fjallskila.
Rafmagnstruflanir
Vegna vinnu Landsnets á flutningskerfi sínu, má búast við rafmagnstruflunum í Dalabyggð og Skógarströnd. Þriðjudaginn 9. ágúst 2016 frá kl. 20 til miðvikudagsins 10. ágúst kl. 6. Og miðvikudaginn 10. ágúst 2016 frá kl. 20 til fimmtudagsins 11. ágúst kl. 6. Rarik biðst velvirðingar á þeirri röskun sem þessar rafmagnstruflanir kunna að hafa í för með sér fyrir notendur. Bilanasími …
Auðarskóli – stuðningsfulltrúi
Stuðningsfulltrúa vantar við Auðarskóla sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar. Hæfniskröfur eru áhugi á skólastarfi, góð samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í störfum. Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningum SDS. Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri í síma 430 4700. Umsóknir ásamt …