Dalaveitur ehf. óska eftir tilboðum í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Dalabyggðar. Leggja skal ljósleiðaralagnir, ganga frá þeim inn fyrir vegg á tengistöðum og ganga frá yfirborði.
Verkið skiptist í þrjá hluta og eru helstu magntölur þessar:
Leið 1: Plæging stofn- og heimtauga 25,2 km
Leið 2: Plæging stofn- og heimtauga 27,4 km
Leið 3: Plæging stofn- og heimtauga 15,4 km
Alls: 68,0 km
Verklok eru 30. september 2017.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal eða í tölvupósti. Senda skal ósk um útboðsgögn á netfangið sveitarstjori@dalir.is.
Gögnin verða tilbúin til afhendingar miðvikudaginn 5. apríl n.k.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal, fyrir kl. 14 miðvikudaginn 12. apríl n.k., en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Dalaveitur ehf. áskilja sér rétt til að taka tilboðum og/eða hafna í hvern hluta verksins fyrir sig.