Ársreikningur Dalabyggðar 2015

DalabyggðFréttir

Ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2015 var samþykktur og undirritaður af sveitarstjórn 19. apríl. Þá var hann og kynntur á íbúafundi í Dalabúð 12. apríl. Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2015 voru fyrir A og B-hluta 755,2 millj. kr. en rekstrargjöld 691,0 millj. kr. Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 35,1 millj. kr. Fjármunagjöld umfram fjármunatekjur námu 15,1 millj. kr …

Ferðamálafulltrúi

DalabyggðFréttir

Starf ferðamálafulltrúa Dalabyggðar er laust til umsóknar. Starfshlutfall er 50% og starfsaðstaða verður á skrifstofu Dalabyggðar og í Leifsbúð. · Kynningar- og markaðssetningarstarf í samvinnu við Markaðsstofu Vesturlands, upplýsingamiðstöðvar á Vesturlandi og ferðaþjónustuaðila í Dölum · Rekstur upplýsingamiðstöðvar í Leifsbúð og tilheyrandi þjónustu við gesti upplýsingamiðstöðvar. · Umsjón með Landafundasýningu og öðrum sýningum sem kunna að verða settar upp í …

Upplýsingafulltrúi – sumarstarf

DalabyggðFréttir

Starf upplýsingafulltrúa við upplýsingamiðstöð ferðamanna í Leifsbúð er laust til umsóknar. Umsóknareyðublöð má nálgast á https://dalir.is/stjornsysla/eydublod/ Umsóknum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar í síðasta lagi 6. maí nk.

Sumarstarf háskólanema

DalabyggðFréttir

Starfið er ætlað háskólanema sem er á milli anna í háskólanámi eða er að útskrifast úr háskóla á þessu ári. Starfið getur verið skipulagt í samræmi við áhuga-/menntasvið umsækjanda svo sem verkstjórn vinnuskóla, félagsleg liðveisla, aðstoð hjá byggingarfulltrúa, í upplýsingamiðstöð ferðamanna eða verkefni tengd menningar- og ferðamálum.

Þjóðlendukröfur í Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Þjóðlendukröfur í Dalasýslu voru birtar með lögformlegum hætti í Lögbirtingablaðinu fimmtudaginn 18. febrúar 2016. Þar er skorað á þá sem telja til eignarréttinda á þjóðlendukröfusvæðis ríkisins að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd innan þriggja mánaða, nánar tiltekið í síðasta lagi miðvikudaginn 18. maí 2016. Að loknum framangreindum fresti fer fram opinber kynning á heildarkröfum (ríkis og annarra) sem stendur …

Sjálfboðaliðaverkefni

DalabyggðFréttir

Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 29. apríl. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefni og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis skal …

Auðarskóli – útboð

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Dalabyggð. Grunnskólinn í Búðardal. Endurnýjun þakklæðningar, þakkants ofl.“ Verkið felur í sér að rífa núverandi trapizustál af þaki og setja bárustál í staðinn, endurnýja þakpappa, skotrennur, flasningar, kjöljárn ofl. Einnig skipta um burðarvirki og núverandi trapizustál á þakkanti og setja klæðningu í staðinn, skipta um þakrennur, niðurfallsrör og skipta um klæðningu neðan á þakkanti. …

Opið íþróttamót Glaðs

DalabyggðFréttir

Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 30. apríl og hefst keppni stundvíslega klukkan 10. Mótið er opið félögum í hestamannafélögum í Landssambandi hestamannafélaga (LH). Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Glaðs.

Deiliskipulagstillaga að Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2016 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Lauga í Sælingsdal skv. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010. Laugar í Sælingsdal er fornfrægur sögustaður sem hefur upp á að bjóða fjölbreytt náttúrufar og landslag til náttúruskoðunar og útivistar. Jarðhiti er nýttur til húshitunar og auk þess til ánægju og heilsuræktar. Nýleg sundlaug er …

1. maí samkoma

DalabyggðFréttir

1. maí samkoma verður í Búðardal í boði SDS og Stéttarfélags Vesturlands í Dalabúð kl. 14:30 Kynnir: Kristín G. Ólafsdóttir SDS Ræðumaður: Garðar Hilmarsson formaður St. Reykjavíkur Skemmtiatriði: Trúbadorarnir; Halldór Ólafsson (Lolli) og Valgeir Guðjónsson Stuðmaður með meiru. Kaffiveitingar Starfsmannafélaga Dala- og Snæfellsnessýslu Stéttarfélag Vesturlands