Eyjólfur skólastjóri lætur af störfum

DalabyggðFréttir

Á fundi fræðslunefndar Dalabyggðar 3. desember sl. kom fram að Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri Auðarskóla hefur sagt upp starfi sínu. Fræðslunefnd þakkaði Eyjólfi samstarfið og óskar honum farsældar á nýjum vettvangi en Eyjólfur mun taka við starfi sunnan heiða í byrjun nýs árs. Staða skólastjóra Auðarskóla verður auglýst fljótlega, en Þorkell Cýrusson staðgengill skólastjóra mun gegna starfinu þar til nýr skólastjóri …

Folaldasýning Hrossaræktarsambands Dalamanna

DalabyggðFréttir

Vegna slæmrar veðurspár er folaldasýningunni sem halda átti laugardaginn 5. desember aflýst. Stjórn Hrossaræktarsambands Dalamanna Folaldasýning Hrossaræktarsambands Dalamanna verður haldin í Nesoddahöllinni laugardaginn 5. desember kl. 13. Skráning folalda er hjá hjá siggijok@simnet.is eða hjá Svanborgu í síma 434 1437. Við skráningu þarf að koma fram nafn folalds og litur, faðir og móðir, eigandi og ræktandi. Keppt verður um fallegasta …

Auglýsing um lýsingu deiliskipulags í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fund sínum þann 17. október að auglýsa lýsingu á nýrri deiliskipulagstillögu skv. 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing deiliskiplagstillögu felur í sér eftirfarandi: Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal merkustu sögu-, menningar- og minjastaða á Vesturlandi við Breiðafjörð. Viðfangsefni deiliskipulagsins er endurreisn og verndun bygginga og menningarlandslags í Ólafsdal. Miðað er við að öll húsin verði …

Jólatré við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Kveikt verður á jólatré við Auðarskóla miðvikudaginn 2. desember kl. 17:30. Á eftir er boðið upp á kaffi, súkkulaði og piparkökur í Dalabúð eins og venjulega.

Félagsþjónustan

DalabyggðFréttir

Viðtalstímar félagsráðgjafa hafa verið fluttir á fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði. Tímapantanir eru í síma 433 7100 eða 898 9222. Samningur er við Borgarbyggð um félagsþjónustu og þjónustu í barnaverndarmálum. Undir þann samning falla fjárhagsaðstoð, félagsleg ráðgjöf, félagsleg liðveisla og annar stuðningur við fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna, leyfisveitingar vegna daggæslu í heimahúsum og barnavernd. Auk viðtalstíma í …

Verslunarfélag Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 29. nóvember kl. 15 verður sagt frá Verslunarfélagi Dalasýslu í sögustund á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Verslunarfélag Dalasýslu var stofnað í Hjarðarholti 23. júlí 1886. Torfi Bjarnason í Ólafsdal var forkólfur að stofnun félagsins og fyrsti formaður þess. Verslunarfélagið starfaði alla tíð sem pöntunarfélag og rak aldrei verslun. Bændur fluttu út lifandi sauði og annað geldfé, hross, …

Leikskólakennara vantar við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Leikskólakennara vantar við leikskóladeild Auðarskóla. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli staðsettur í Búðardal. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð –Ánægja- Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti …

Opið hús á Heilsugæslustöðinni í Búðardal

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 27. nóvember verður opið hús á Heilsugæslustöðinni í Búðardal frá kl. 14:00 – 17:30. Í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra verður boðið upp á blóðþrýstings- og blóðsykurmælingar í samstarfi við Lionsklúbb Búðardals. Einnig gefst fólki kostur á að skoða stöðina og sjúkrabílana ásamt því að kynna sér starfsemina og þann tækjakost sem er til staðar. Fulltrúar frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands …

Auðarskóli – Danmerkurferð

DalabyggðFréttir

Nemendur á elsta stigi Auðarskóla eru að fara í skólaferðalag til Kaupmannahafnar í vor og er nemendafélagið því á fullu að safna fyrir ferðinni. Nú eru í boði átta vörur sem gætu komið sér vel fyrir jólin. Opnuð hefur verið sölusíða til þess að allir geti verslað hvar sem er við nemendafélagið. Slóðin á sölusíðuna: http://netsofnun.is/Sofnun/Vorur/4605/0/ Lokað verður fyrir söluna …

Ormahreinsun katta

DalabyggðFréttir

Eiganda eða umráðamanni kattar er skylt að láta ormahreinsa kött sinn árlega og ber hann allan kostnað af hreinsun hans, nema að annað komi fram í samþykkt hlutaðeigandi sveitarfélags. Skylt er að ormahreinsa alla ketti fjögurra mánaða og eldri. Ef ekki er kveðið á um annað í samþykkt viðkomandi sveitarfélags skal eigandi eða umráðamaður kattar geyma hreinsunarvottorð í þrjú ár …