Laugardaginn 21. mars kl. 13 verður keppt í í þrígangi í Nesoddahöllinni. Í tilefni hestadaga verður síðan dagskrá fyrir ekki hestamenn sem hestamenn og börn sem fullorðna á hesthúsasvæðinu að lokinni keppni (um 15-16). Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, karlaflokki og kvennaflokki. Nánari upplýsingar um skráningu og fyrirkomulag er að finna á heimasíðu Glaðs. Hestamannafélagið Glaður
Lauga-Magnús
Síðasta sögustundin á Byggðasafni Dalamanna í þessari lotu verður sunnudaginn 22. mars kl. 15. Að þessu sinni verður fjallað um heimamanninn Lauga-Magnús. Magnús Jónsson (1763-1840) var fæddur í Miðfirði og fylgdi einstæðri móður sinni víða um Húnavatnssýslu. Í kjölfar móðuharðindana kemur Magnús í Dalina, var vermaður undir Jökli og stundaði smíðar. Vinnumaður á Svalbarða og Fremra-Skógskoti í Miðdölum. Bóndi á …
Sumarafleysingar í Lyfju
Lyfja Búðardal óskar eftir starfsmanni í afleysingar í sumar og tilfallandi afleysingar í framhaldi af því ef kostur er. Vinnutíminn er 10 -17 á þriðjudögum og föstudögum og 13-17 aðra virka daga. Nánari upplýsingar gefur Smári, lyfsali Lyfju Borgarnesi í síma 437 1168 (smari@lyfja.is) og Inga umsjónarmaður útibús í síma 434 1158 Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2015 Sækja má …
Laus störf á Hótel Eddu Laugum
Hótel Edda Laugum óskar eftir að ráða kraftmikið og duglegt starfsfólk til almennra hótelstarfa nú í sumar. Leitum að starfsfólki sem býr yfir góðri samskiptahæfni, jákvæðu viðmóti og frumkvæði. Starfsreynsla æskileg. Í boði eru fjölbreytt störf s.s í gestamóttöku, í veitingasal, þrif á herbergjum, í þvottahúsi og í eldhúsi. Hægt er að senda inn umsóknir á rafrænu formi á heimasíðu …
Sveitarstjórnarfundur 123. fundur
123. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 17. mars 2015 og hefst kl. 15:30. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2014 2. Ferðamenn í Dalabyggð 2004-2014 3. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi – Aðalfundarboð SSV og tengdra félaga 4. Boðun XXIX. landsþings sambandsins Almenn mál – umsagnir og vísanir 5. Frumvarp til laga – farþegaflutningar á landi í …
Sóknaráætlun Vesturlands 2015-2019
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir kynningarfundi um Sóknaráætlun Vesturlands í Dalabúð þriðjudaginn 17 mars kl.17:30. Á fundunum verður kynnt ný Sóknaráætlun Vesturlands. Í tengslum við sóknaráætlun þarf að móta framtíðarsýn fyrir Vesturland, skilgreina átaksverkefni og stofna Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Sjóðurinn mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og menningarmála og kemur í stað Vaxtarsamnings Vesturlands og Menningarsamnings Vesturlands. Allir eru …
Laxdæla fyrir börn
Sunnudaginn 15. mars kl. 15 verður barnvæn sögustund í samræmi við tillögur yngri kynslóðarinnar, Laxdæla fyrir börn (á öllum aldri). Fjallað verður þar einkum um Laxdælinga í Laxdælu; þ.e. börn, þræla, hjú, bændur, galdramenn og drauga. Þá verður og velt fyrir sér bæjarheitum, örnefnum og staðháttum eins og þeir koma fyrir í sögunni. Börn á öllum aldri eru velkomin. Aðgangseyrir …
Dreifnámsdeild í Búðardal
Miðvikudaginn 11. mars kl. 17 mæta fulltrúar Menntaskóla Borgarfjarðar og kynna starfsemi dreifnámsdeildarinnar í Búðardal og mögulegt námsframboð. Fundurinn verður í Auðarskóla. Foreldrar og nemendur í 8. – 10. bekk eru hvattir til að mæta.
Sóum minna – nýtum meira
Ráðstefna um lífrænan úrgang verður haldin 20. mars kl. 10-17 í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Þar verður fjallað á margvíslegan hátt um þá möguleika sem felast í nýtingu lífræns úrgangs, meðal annars til skógræktar og landgræðslu. Í hádegishléi verður í boði léttur málsverður. Viðfangsefni ráðstefnunnar er nýting þeirra verðmæta sem felast í lífrænum úrgangi. Fjallað verður um hugtökin úrgang og hráefni …
Endurvinnslukort Dalabyggðar
Dalabyggð gerði fyrir nokkru samning við Náttúran.is um gerð endurvinnslukorts á vef Dalabyggðar. Er það nú komið á vefinn. Tilgangur endurvinnslukortsins er að: · fræða almenning um endurvinnslu · hvetja fólk til að minnka magn óflokkaðs sorps í heimilistunnum · gefa yfirlit um hvar á landinu er tekið við hverjum endurvinnsluflokki. Endurvinnslukort sveitarfélaganna fela m.a. í sér eftirfarandi þjónustu: • …