Ormahreinsun hunda

DalabyggðFréttir

Hér með tilkynnist að árleg hundahreinsun fer fram hjá Gísla Sverri Halldórssyni dýralækni að Ægisbraut 19 í Búðardal miðvikudaginn 18. nóvember 2015 kl. 16-18.
Eiganda eða umráðamanni hunds er skylt að láta ormahreinsa hund sinn árlega. Tilgangur hreinsunarinnar er að fyrirbyggja sýkingar hjá mönnum af völdum bandorma og spóluorma í hundum. [57. gr. reglugerðar nr. 941/2002]
Skv. gjaldskrá Dalabyggðar fyrir hundahald er hundahreinsun og ábyrgðartrygging innifalin í árlegu gjaldi sem hefur þegar verið innheimt af eigendum skráðra hunda.
Eigendur óskráðra hunda eru vinsamlega beðnir um að skrá hunda sína hið fyrsta á skrifstofu Dalabyggðar. Einnig má skila útfylltu skráningarblaði hjá dýralækni samhliða hundahreinsun og mun þá Dalabyggð greiða hreinsunina og kaupa ábyrgðartryggingu fyrir hundinn.
Hundahreinsun í dreifbýli fer fram samhliða garnaveikibólusetningu sauðfjár. Hundaeigendur í dreifbýli sem ekki eiga sauðfé eru beðnir um láta dýrarlækni vita af þeim hundum svo hægt verði að meðhöndla þá í sömu ferð.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei