Auðarskóli – deildarstjóri

DalabyggðFréttir

Laus er staða deildarstjóra við leikskóladeild Auðarskóla. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð –Ánægja- Árangur.
Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Næsti yfirmaður er aðstoðarleikskólastjóri.
Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og hefur hæfileika til að virkja krafta starfsfólks til góðra verka.
Hæfniskröfur eru
– leikskólakennaramenntun
– góð færni í mannlegum samskiptum
– áhugi og metnaður fyrir faglegu leikskólastarfi
– skipulagshæfni
– frumkvæði
– sjálfstæði í vinnubrögðum
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 899-7037. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið eyjolfur @audarskoli.is.

Auðarskóli

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei