Leikskólakennara vantar við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Leikskólakennara vantar við leikskóladeild Auðarskóla. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli staðsettur í Búðardal. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð –Ánægja- Árangur.
Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður.
Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar.
Hæfniskröfur er
– leikskólakennaramenntun
– góð færni í mannlegum samskiptum
– áhugi og metnaður fyrir faglegu leikskólastarfi
– skipulagshæfni
– frumkvæði
– sjálfstæði í vinnubrögðum
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 7. desember.
Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 899 7037. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið eyjolfur@audarskoli.is.

Auðarskóli

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei