Blak í Dalabúð

DalabyggðFréttir

Búið er að gera aðstöðu fyrir blak í Dalabúð. Hafi einhver áhuga á að smala í hóp og spila blak þar, þarf bara að hafa samband við íþrótta- og tómstundafulltrúa með framhaldið. Netfangið er tomstund@dalir.is

Íbúafundur

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 17. mars verður haldinn íbúafundur um ljósleiðaramál í Dalabúð og hefst hann kl. 20:00. Á fundinn mætir m.a. Haraldur Benediktsson Alþingismaður, formaður starfshóps um alþjónustu í fjarskiptum og mun hann kynna niðurstöðu starfshópsins. Vonast er til að niðurstöðurnar leiði til átaksverkefnis um lagningu ljósleiðara um dreifbýli landsins. Dalamenn þurfa að taka höndum saman til að tryggja að dreifbýli Dalabyggðar …

N-ið í UDN – Nágrannar handan Gilsfjarðar

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 8. mars kl. 15 mun Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal segja frá mannlífi og sögu í Austur-Barðastrandarsýslu í sögustund á Byggðasafni Dalamanna. Austur-Barðastrandarsýslu nær frá sýslumörkum við Dalasýslu í botni Gilsfjarðar að Kjálkafirði í vestri, auk fjölda eyja. Sýslan er nú eitt sveitarfélag (Reykhólahreppur), en áður voru þar fimm hreppar. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er 500 kr. …

Deiliskipulag Skáleyjar á Hvammsfirði.

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 17. febrúar 2015 að auglýsa lýsingu á nýrri deiliskipulagstillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing deiliskipulagstillögunar felur í sér eftirfarandi; Skáley er staðsett á innanverðum Hvammsfirði nærri Dagverðarnesi í Dalabyggð. Í Skáley eru engar nýtanlegar byggingar lengur og er fyrirhugað að byggja frístundarhús, bátaskýli ásamt bryggju fyrir heilsársnotkun. Megin markmið deiliskipulagsins er að fá gistimöguleika …

Sögustund – Saura-Gísli

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 1. mars kl. 15 mun safnvörður segja frá Saura-Gísla og samferðamönnum hans. Gísli Jónsson var fæddur 8. apríl 1820 í Rauðbarðaholti. Hann var sjöunda barn Jóns betri Jónssonar og Helgu Helgadóttur þar á bæ. Gísli var lengst af bóndi á Saurum í Laxárdal, en einnig nokkur ár á Sauðafelli í Miðdölum. Kona hans var Kristín Jóhannesdóttir frá Saurum, auk …

Töltmót Glaðs

DalabyggðFréttir

Töltmóti Glaðs verður laugardaginn 28. febrúar í Nesoddahöllinni og hefst stundvíslega klukkan 13. Keppt í polla-, barna-, unlinga-, ungmenna, karla- og kvennaflokkum ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar um fyrirkomulag keppni, skráningu og annað er að finna á heimasíðu Glaðs. Glaður

Styrktarsamningar UDN

DalabyggðFréttir

Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) hefur leitað eftir styrktaraðilum í Dölum og Reykhólasveit. Fyrsti styrktarsamningurinn hefur verið gerður við Samkaup-Strax. UDN fær 200.000 kr. styrk frá fyrirtækinu og verða þeir peningar notaðir til kaupa á nýjum íþróttabúningum. Samkaup-Strax voru fyrstir til af þeim sem leitað hefur verið til. UDN leitar enn að fleiri styrktaraðilum til uppbyggingar á starfsemi félagsins. Áhugasömum …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur sitt annað spilakvöld föstudagskvöldið 20. febrúar kl. 20. Aðgangseyrir 800 kr. fyrir fullorðna, en frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffiveitingar eru að lokinni spilamennsku.

Þjónustuhús við tjaldsvæði

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í byggingu þjónustuhúss við tjaldsvæðið í Búðardal. Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf til að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum. Bjóðendur geta nálgast útboðsgögn á skrifstofu Dalabyggðar frá 18. febrúar 2015.

Úr mold í stein

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 22. febrúar kl. 15 mun Bogi Kristinsson byggingafulltrúi segja frá 19. aldar byggingartækni á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Allir eru velkomnir á sögustund og molakaffi. Aðgangseyrir er 500 kr fyrir fullorðna. Þeir sem hafa áhuga á að fara í sund samhliða sögustund hafi samband við Gunnar Má með góðum fyrirvara á netfangið gunnarmar@umfi.is eða síma 777 0295 …